Ein vinsælasta og stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands,sjónvarpsstöðin RTL valdi ökusnillinginn Michael Schumacher sem mann ársins 2000. Aðrir sem voru tilnefndir og við þekkjum var “keisarinn” sjálfur þ.e. Franz Beckenbauer fyrrverandi landliðsþjálfari Þýskalands í fótbolta og sjónvarpsstjarnan Stefan Raab sem söng sig inn í íslensk hjörtu í seinasta Eurovision.