Í stuttu máli... FERRARI Hinn prjónandi svarti hestur vekur jafnt öfund sem aðdáun. Ekkert lið í sögu Formúlunnar hefur verið jafn sigurstranglegt, bæði í stigum talið og titlum!
Það var stuttu eftir síðari heimsstyrjöldina að maður að nafni Enzo Ferrari stofnaði liðið. Lengst af var það eina eina liðið sem framleiddi bæði bíla og vélar. Fyrsti sigurinn kom árið 1951 og margir hafa fylgt í kjölfarið. Þó kom tímabil þegar liðið átti erfitt uppdráttar og stóð engann veginn undir væntingum. Það var hins vegar þegar heimsmeisarinn Michael Schumacher kom í liðið að þeim loks tókst að snúa við blaðinu. Í árdaga Formúlunnar voru Ferrari ósigrandi. Alberto Ascari varð heimsmeisatari tvö ár í röð; 1952 og aftur 1953. Juan Manuel Fangio bætti við þriðja titlinum árið 1955. Það varð þó ekki fyrr en árið 1961 að þeir náðu að tryggja sér í fyrsta sinn meistaratitil framleiðenda en það var sama ár og Phil Hill ók fyrir liðið og vann í einnig í stigakeppni ökuþóra. Aðrir heimsmeistarar undir merkjum Ferrari voru: Mike Hawthorn (1958), John Surtees (1964), Niki Lauda (1975 og 1977), Jody Scheckter (1979) og Michael Schumacher (2000, 2001 og 2002). Ekki voru þó allir sem tókst að láta ljós sitt skína undir merkjum Ferrari og má þar á meðal minnast á Gerhard Berger, Alain Prost og Nigel Mansell. Ef Gilles Villeneuve hefði ekki farist á Zolder árið 1982, er aldrei að vita nema að liðið hefði oftar orðið meistarar. Árið 1988 lést Enzo Ferrari, en þá tók Jean Todt við þegar liðið var algjörlega upp á sitt versta og gerði það að því liði sem það er í dag. Árið 1996 var heimsmeistarinn Michael Schumacher fengin til liðs við Ferrari og loks fór að birta til hjá þeim. Loksins árið 1999 varð Ferrari meistari bílasmiða eftir 16 ára bið og árið 2002 fengu þeir heimsmeistara ökumann eftir 21 árs bið!!! Sigurgöngu þeirra eftir það er ekki enn lokið.

ÁRTÖL:
1950: Ferrari keppir í fyrsta keppnistímabilinu í Formúlu 1
1951: Fyrsti sigurinn á Silverstone
1952 og 1953: Ascari og Ferrari tvöfaldir meistarar
1956 og 1958: Fangio og Hawthorn meistarar
1961: Hill og Ferrari meistarar
1975 og 1976: Ferrari meistarar og Niki Lauda árið 1975
1977: N. Lauda og Ferrari meistarar
1979: Scheckter og Ferrari meistarar
1982 og 1983: Ferrari meistarar bílasmiða
1988: Enzo Ferrari deyr
1999: Ferrari meistarar bílasmiða
2000 og 2001 og 2002: Ferrari og Michael Schumacher meistara
- www.dobermann.name -