Skósmiðurinn elti Barrichello og fóru þeir létt með að sýna ótrúlega yfirburði í ungverska kappakstrinum árið 2002. Mig langar til að Óska þeim til hamingju með Sigurinn en kannski helst að óska þeim til hamingju með gott og heilsteipt lið en Þessir tveir ökumenn geta keppt hlið við hlið án þess að láta það bitna á hvor öðrum. Barrichello er nú 5 stigum á undan Williams ökumönnunum og er kominn í annað sætið með nokkuð sterka stöðu.

Þrátt fyrir að Misvitrir Þulir á RÚV sögðu þennan kappakstur Litlausan þá fannst mér hann nokkuð spennandi en ég beið spenntur eftir að sjá Mistök gerast hjá Ferrari liðinu en ég þarf víst að biða þar til næst. Gaman var einnig að fylgjast með Davidson í sinni fyrstu keppni og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Ralf hélt upp heiðri Williams liðsins með því að ná þriðja sæti en Montoya olli mér vonbrigðum en hann fær engin stig fyrir þessa keppni.