Ungverski kappaksturinn verður haldinn á sunnudaginn og er ferrari liðið mikið um að tryggja titill framleiðenda en með því að báðir ökumenn taki 1-2 sæti þá er sá titill tryggður.

Líklegast þykir mér að Skósmiðurinn reyni að aðstoða Rubens og auðvitað allt ferrari liðið kemur til með að setja Barrichello sem ökumann nr 1 en hann er 1 stig á eftir Ralf og fimm á eftir Montoya.

Þá hefur Barrichello náð góðum árangri í Ungverjalandi en hann náði einu stigi árið 1996 á sínu fyrsta ári þá fyrir Jordan liðið en síðustu þrjú ár hefur hann ældrei verið neðar en fimmta sæti.

Shumacher er hinsvegar ekki búinn en hann ætlar sér sjálfsagt að bæta met Nigel Mansells sem vann eins og shumacher 9 keppnir árið 1992. Shumacher getur gert betur og hefur til þess nokkrar tilraunir þannig að enn eitt metið fellur sjálfsagt á þessu timíabili.

Ferrari aðdáendur meiga ekki vera of öruggir með sig því Williams liðið gæti hæglega ógnað þeim og gert þetta að skemmtilegum kappakstri. Báðir Williams ökumennirnri eiga góða möguleika á að ná öðru sætinu og örugglega mikið kappsmál að gera svo til að sýna veldi sitt fyrir næsta ár.

Með Formulu kveðju
Elvarorn