Ég verð nú að segja og ég trúi ekki öðru en að þið séu öll sammála því að þessi F1 er MJÖÖÖÖÖG leiðinleg. Nema kannski einhverjir Schumacher áhangendur. Ég horfi á fyrsta hringinn í keppnunum núna og ef Schhumacher er ennþá með forystuna hætti ég að horfa því maður veit hver muni vinna! :( Maður kíkkar kannski í lokin til að sjá hverjir eiga næstu sæti. Þetta er svo ömurlega leiðinlegt. Ég veit alveg að hann er sá besti, ekki bara núna heldur frá upphafi en það er bara hundleiðinlegt að hafa svona yfirburðarmann.
Hvernig leið fólkinu í gamla daga eiginlega!
Eins og með Jim Clark. Varð heimsmeistari 1963 og 1965. Bæði ári varð hann meistari með fullt hús stiga! Árið \'65 var hann fyrstur í hverjum einasta hring í hverri einustu keppni sem hann kláraði, sem sagt öllum! Get nefnt marga aðra ökumenn sem höfðu gífurlega yfirburði í gamla daga!
Ég viðurkenni að ég er McLaren maður en ég er ekki hérna til að ausa skít yfir Schumacher. Frábær ökumaður en það var bara svo gaman þegar Hakkinen var líka á góðum bíl og var góður. Þá var svo mikil spenna og úrslitin réðust yfirleitt ekki fyrr en í seinustu keppni. Það er sko fjör! :) Núna er hinsvegar 5 keppnir eftir og Schumacher búinn að rjúfa 100 stiga markið. En þar var fyrst gert af Schumacher sjálfum í fyrsta sinn í F1 árið 2000, leiðréttið mig ef ég fer með steypu! :)

En sem sagt, vantar eitthvað til að draga mann að F1, eins og hún er nú skemmtileg!