Mika hættur í formúlu1 Það er orðið ljóst að Mika Häkkinen er hættur í Formúlu 1. McLaren liðið gaf út tilkynningu í dag 26. júlí að það yrði með sömu ökumenn á næsta ári og núna eru hjá liðinu. Mika sagði í sömu frétt að hann hefði viljað hætta endanlega í fyrra en Ron Dennis liðsstjóri McLaren hefði beðið hann um að hugsa sinn gang. Nú væri hann alveg viss um hvað hann vildi. Hann væri búinn að vera lengi í Formúlu 1 og ná góðum árangri. Nú vill hann snúa sér að öðru og horfa á Hugo litla son sinn vaxa úr grasi. Þetta eru áreiðanlega vonbrigði fyrir marga þar sem Häkkinen var mjög vinsæll hér á Íslandi og eiginlega sá eini sem gat keppt við Schumacher á undanförnum árum. Nú verða bara Íslendingar sem eru veikir fyrir Finnum að snúa sér að fullum krafti að Kimi Räikkönen en kannski verður hann næsti Finninn fljúgandi en það var Mika kallaður.

Sumir höfðu sagt að Alexander Wurz sem prófa bílana hjá McLaren myndi fara til Toyota á næsta ári en svo verður ekki þar sem hann verður líka áfram hjá McLaren.

Sem sagt - allt með kyrrum kjörum hjá silfurörvunum.
__________________________________