Vertíðin er á góðri leið með að verða sú vætusamasta um langt árabil gangi veðurspá fyrir austurríska kappaksturinn eftir. Þar er gert ráð fyrir kalsaveðri, skýjaveðri og rigningu, einkum á laugardag.

A1-Ring brautin er til fjalla í Austurríki og þar hefur rigning viljað gera vart við sig, síðast í tímatökunum 1998 en það leiddi til þess að Giancarlo Fisichella vann óvænt ráspól á Benetton-bíl sínum. Það sem af er ári hefur rigning sett mark sitt á Formúlu-1 mótin í Silverstone í Bretlandi, Barcelona á Spáni, Evrópukappaksturinn Nürburgring, Montreal í Kanada og Magny Cours í Frakklandi.
Þrátt fyrir vætuna í ár hefur hún ekki leitt til sérlega óvæntrar niðurstöðu nema ef helst væri er Rubens Barrichello vann ráspól í Silverstone.
Sagan sýnir þó að óvænt úrslit verða í austurríska kappakstrinum í rigningu.
(sphinx)