Ferrari-liðið notaði reglur formúlunnar til hins ýtrasta og stundaði bílprófanir í Vairano-brautinni í gær til undirbúnings austurríska kappakstrinum.

Samkvæmt reglum er keppnisliðum heimilt að prófa bíla í keppnisviku en þó að hámarki 50 kílómetra. Tilraunaökuþórinn Luca Badoer var að störfum í Vairano og gerði þar loftflæðitilraunir. Ók Ferrari-bílnum alls 46 hringi í 12 lotum.
(sphinx=)