Nú þegar breski kappaksturinn er liðinn hjá er vert að skoða möguleika annara ökumanna til að hampa titlinum en þær fara hverfandi.

MS er nú með 86 stig af 170 mögulegum.

Barrichello er í öðrusæti með 32 stig og þarf að vinna lágmark 6 af 7 keppnum sem eftir eru ef hann ætlar sér að ná titilinum.

Með þessu má sjá að úrslit eru nokkurnvegin ráðin og allir aðrir en Ferrari aðdáendur geta hreinlega slökkt á sjónvarpstækjunum eða byrjað að fylgjast með enhverjöðru

Montoyja og ralf er með 31 og 30 stig og þurfa því einnig að vinna lágmark 6 af 7 keppnum sem eftir eru og ms neðar en 6 sæti.

DC á enn minni möguleika en hann þarf að vinna 6 af 7 keppnum og lenda einusinni í 6 sæti til að ná einu stigi fram yfir meistarann.


Með þessu áframhaldi mun MS lenda í fyrsta sæti með 146 stig en hann hefur hingað til náð 8,6 stig út úr hverri keppni. Barrichello mun með sömu útreikningum (3,2 stig per keppni) lenda í öðru sæti með 54 stig og montoya í því þriðja með 53 stig (3,1 stig per keppni) Ralf hafnar þá í því fjórða með 51 stig en hann hefur hingað til náð 3 stigum að jafnaði í hverri keppni og DC hefur náð 2,6 stigum og lendir í 5 sæti með 44 stig.

Þó svo að baráttan um fyrsta sætið sé ráðin skulum við reyna að gleyma því og einbeita okkur að baráttunni um annað sætið en mér sinist hún geta orðið mjög jöfn en í dag eru einungis 6 stig frá öðru sæti niður í það fimmta.

lifið heil

Elvar Örn