Í viðtali sem ég var að lesa varar David Coulthard, Michael Schumacher, við því að hann ætli að vinna sinn fyrsta titil á næsta ári. Coulthard sagði einnig að tímabilið yrði Schumacher erfitt þar sem Hakkinen stefni að því að taka sinn þriðja titil.
Jurgen Hubbert hjá Benz segir að Coulthard verði studdur jafn mikið og Hakkinen á næsta ári. “Báðum ökumönnum verður gefinn jafn séns á að vinna titilinn”. Það er einnig athyglisvert í þessari grein að Coulthard segir að Scumacher verði ekki svona “heppinn” á næsta ári…það var semsagt heppni að hann vann í ár segir hann, “hann er ekki besti ökumaðurinn, of mikið af ófyrirsjáanlegum atvikum komu uppá til þess hann geti kallað sig það”.