Nokkur lið eiga enn eftir að staðfesta hver keyrir fyrir þau á næsta tímabili. Þessi lið eru Minardi, Arrows og Sauber. Talað hefur verið um að Diniz fari til Prost en svo virðist sem ekki verði af því, allavega eru umræður í biðstöðu hjá þeim. Getgátur hafa verið uppi um að finninn Kimi Raikkonen myndi taka sæti Diniz hjá Sauber en þeir eiga þó enn eftir að gefa út yfirlýsingu varðandi það. Þrátt fyrir þetta er Pedro Diniz sannfærður um að hann verði ekki skilinn eftir útí kuldanum á næsta ári en ef samningurinn við Prost er dottinn uppfyrir og Finninn verður ráðinn í hans stað þá eru ekki margir valmöguleikar fyrir Diniz.
Hann sagði “Ég veit ég verð að keppa á næsta ári og 99% með einhverju góðu liði en ég get ekki sagt hvaða liði”. Það verður gaman að sjá hvað verður úr þessu og hvort einhverjir þurfi á honum að halda.