Jarno Trulli tók þátt í New York maraþoninu í gær og lauk hlaupinu á rétt rúmlega fjórum tímum. Hann endaði í 10230 sæti af 30000 keppendum og síðasti keppandi hlaupsins kom í mark fjórum tímum á eftir honum. Jarno sagði fyrir keppnina að þetta væri eitthvað sem hann hefði alltaf langað til að gera. Hann sagði að hann myndi taka þátt í London maraþoninu ef það stangaðist ekki svona á við Formúluna.