Kanada kappakstrinum lokinn! Þá er Kanada kappakstrinum lokið, og var loksins kominn smá spenningur um fyrsta sætið. Í tímatökunni hafði Montoya tekið ráspól svo glæsilega að maður vonaðist eftir hörku-kappakstri. Barrichello átti líklega með bestu störtunum en hann skaust fram úr Montoya í fyrstu beygju (ef ég man rétt). David Coulthard átti reyndar líka fínt start. Barrichello keyrði sem byssubrandur og bætti tímann sinn á hverjum hringi á eftir hver öðrum. Það dugði þó ekki til, því bíll Villeneuve bilaði og kallað var til öryggisbíls, sem eyðilagði forskot Rubens - sem var reyndar ekkert gígantískt eins og maður hefur Shuma oft gera… Montoya notaði hinsvegar tækifærið og brunaði í viðgerðarhlé og kom út fimmti. Hann náði þrátt fyrir að vera á þungum bíl, að stíga drusluna í botn og tók framm úr Ralf(4) og Räikkönnen(3) BÁÐUM Í EINU!!! Það var mjög snyrtilegt hjá honum, þó ég sé enginn sérstakur aðdáandi hans, þá var þetta dálítið töff! En Ralf ætlaði reyndar í sömu andrá að taka fram úr Räikkönnen, en má segja að Montoya hafi pínulítið skemmt fyrir honum. Ralf og Räikkönnen voru búnir að há einvígi í svolítinn tíma fyrir þetta. Eftir að Ferrari menn höfðu tekið þjónustuhlé var Montoya orðinn fyrstur á ný. Hann þurfti þó að taka sér hlé og skömmu seinna brann vélin yfir. Þá var Schumacher orðinn fyrstur sem aldrei fyrr(!) og hélt forystunni til loka. Aumingja Ralf, sem var búinn að standa sig nokkuð vel, datt niður eftir misheppnað þjónustuhlé þar sem bensíndælan var biluð, og datt hann út á síðustu hringjum, en hélt þó 7. sæti. Þegar Michel Schumacher var að renna í hlað hægði hann svo mikið á sér að David Colthard var rétt bíllengd fyrir aftan hann og hjartað tók ágætis kipp hjá mörgum, sem héldu að vélin í Ferrarinum væri búin, en ég held að Schumi hafi bara verið að leika sér á því að búa til smá spennu! Úrslit voru sumséð þessi:

1 Michael Schumacher Ferrari 1:33.36,111 70
2 David Coulthard McLaren-Mercedes 1:33.37,243 70
3 Rubens Barrichello Ferrari 1:33.43,192 70
4 Kimi Räikkönen McLaren-Mercedes 1:34.13,678 70
5 Giancarlo Fisichella Jordan Honda 1:34.18,923 70
6 Jarno Trulli Renault 1:34.25,058 70
7 Ralf Schumacher BMW.Williams 1:34.27,629 70
8 Olivier Panis BAR-Honda hring eftir 69
9 Felipe Massa Sauber-Petronas hring eftir 69
10 Takuma Sato Jordan Honda hring eftir 69
11 Mark Webber European Minardi hring eftir 69
12 Nick Heidfeld Sauber-Petronas hring eftir 69
13 Heinz-Harald Frentzen Arrows-Cosworth hring eftir 69
14 Alex Yoong European Minardi 2 hr. eftir 68
15 Jenson Button Renault 5 hr. eftir 65

Nú er Michael Schumacher kominn með 70 stig af 80 mögulegum (geri aðrir betur!) og er ekki ólíklegt að hann sprengi 100 stiga múrinn fyrr en ætlast er til…
- www.dobermann.name -