Núna stendur yfir könnun hjá DailyF1.com þar sem spurt er hver sé ökumaður ársins. Þar er staðan núna að 42 % hafa kosið Schumacher, 10% Button, 13 % Hakkinen. Það finnst mér alveg eðlilegt og er ég alveg sammála því. Það sem aftur á móti er áhugavert er að Villenuve fær 28 % sem mér finnst allt of mikið. Hann fær miklu meira en Coulthard en hann fær bara 2 % og Barrichello einungis 1 %. Þótt BAR hafi gert góða hluti þá er ég ekki sammála þessu.
P.S. Þetta er ekki einhver einn sem hefur ýtt á Villenuve á fullu því 24.000 hafa kosið.

E-220