Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að kaupa 49 % hlut í kappaksturbrautinni “Fuji International Speedway.” Kaupverðið var 1,7 milljarðar ISK. Þetta var aðeins byrjunin hjá þeim en þeir ætla sér að eignasts 67 % í brautinni og telja að það takist fyrir áramót.
Forstjóri Toyota, Fujio Cho, sagði á blaðamannafundi að þeir ætluðu sér að gera brautina upp fyrir F1 keppnir. Breytingarnar eiga að vera búnar í árslok 2004.
Eins og er er keppt í japönsku Nipponformúlunni á þessari braut en þessi keppni er búin að tapa mikið af vinsældum undanfarin ár og áhorfendum fækkað mjög.

Brautin var byggð árið 1965 og hefur verið keppt tvisvar í Formúlu1 á brautinni, árin 1976 og 1977.
Nú skulum við vona að þeir byggi brautina skemmtilega upp svo að við áhorfendur fáum eitthvað fyrir okkar snúð !! Að brautin verði þannig að bílarnir nái miklum hraða og að möguleikar á framúrakstri séu góðir.