Halló.

Ég vil byrja á því að segja að ég er dyggur Ferrari aðdáandi og hef verið í mörg mörg ár. En ég verð að viðurkenna að nú fyrst í dag, þegar kappakstrinum í Austurríki lauk SKAMMAST ÉG MÍN fyrir að vera Ferrari aðdáandi.

Ferrari er að gera þvílíka vitleysu, þetta er orðin alveg ótrúleg vitleysa. Sem Ferrari aðdáandi verð ég að segja að ég er hneykslaður og virkilega móðgaður að Barichello var látinn víkja fyrir Schuma. Þessar ákvarðanir liggja auðvitað ekki hjá þeim tveimur heldur hjá yfirmönnum þeirra.

Ég hef aðeins eitt að segja. Ferrari á að skammast sín og virkilega að fara að hugsa sinn gang. ÞETTA ER ÖMULEGT.

BÚÚÚÚÚÚÚÚÚ

Eddig