Jæja þá er kappakstrinum í Barcelona lokið og Michael Schumacher stendur enn einu sinni á efsta palli, hans 57 sigur á ferlinum, ásamt því að setja nýtt brautarmet. Annar var Montoya og þriðji var Coulthard. Schumacher var í forystu frá fyrsta hring og til loka, misti hana ekki einu sinni við það að fara í þjónustuhlé en eftir fyrstu fimm hringina var hann kominn með hátt í 15 sek. forskot á bróður sinn Ralf og mað sá hvert stefndi. Hann komst svo hátt í 50 sek. undir það síðasta en sló af þegar um 10 hringir voru enn eftir slíkir voru yfirburðirnir. Það á hins vegar ekki af Rubens Barrichello að ganga hann náði ekki einu sinni að hefja keppni, greiið kallinn. Maður var farinn að hlakka til öruggs tvöföldum sigri en allt kom fyrir ekki. Ralf gerði síðan mistök sem kosuðu hann annað sætið þegar hann fór útaf og þurfti að koma inn til að skipta um framvæng en við það fór hann niður í 13 sæti og sá aldrei til sólar eftir það og reyndar fór það svo að vélin gaf sig þegar nokkrir hringir voru eftir en það kom ekki að sök því hann var næst síðastur þegar það gerðist. Renault bílarnir voru í góðum málum alla keppnina en bílarnir þoldu ekki álagið og gáfust upp lokin og Button og Trulli þurftu að horfa af nokkrum dýrmætum stigum. Um miðbik keppninar þegar annað þjónustuhlé hjá liðunum stóðu sem hæst gerðist að manni sýndist hættulegt atvik þegar Montoya keyrði á “lolly-pop” gæjann (sá sem gefur merki um að það megi halda af stað) með þeim afleiðingum að hann brákaðist á fæti en hann gaf merki og fljótt og því fór sem fór, hann reyndi að stoppa Montoya með því að setja fótinn fyrir bílinn með fyrr greindum afleiðingum en ekkert alvarlegt. Frentzen náði í fyrstu sigin fyrir Arrows en hann náði 6. sæti og hagnaðist þarna á bilunum Renault bílanna. Sauber liðið gerði einnig mjög góða hluti í dag og náðu báðum sínum bílum inn í stigasæti sem er mjög góður árangur miðað við þau afföll sem urðu í dag. Eftir daginn eru öll lið búinn að næla sér í stig nema Honda liðin BAR og Jordan, sem verður að teljast arfaslakur árangur en menn bjuggust við fínum hlutum af þeim. En sem sagt eftir stendur að M. Schumacher ók þessa keppni af miklu öryggi allan tímann og það sannaðist enn og aftur hvað þessi maður er frábær ökumaður.
Staðan var því þannig:

1. M. Schumacher Ferrari
2. Montoya BMW Williams
3. Coulthard McLaren
4. Heidfeld Sauber
5. Massa Sauber
6. Frentzen Arrows