Keppni nr 7 af 17
Mónakókeppnin. 4 júní, Monte Carlo.

Eftir frábæra byrjun Ferraris eiga flestir von á að Schumachers vinni keppnina. En núna nær hann ekki klára, púströrið bilar og hitar öxulinn það mikið að hann brotnar og Schumacher er þar með úr leik. Hakkinen á við tæknvandamál að stríða og endar í sjötta sæti. Það er Coulthard sem keyrir fyrstur í mark, þetta er hans annar sigur á keppnitímabilinu.
Staðan núna, Hakkinen-Schumacher 46-29


Keppni nr 8 af 17
Kanadakeppnin. 18 júní, Montreal.

Þetta er 500 (fimmhundruðasta) keppni McLaren í F1 en Schumacher skemmir afmælispartýið þeirra með því að sigra keppnina. Á meðan keppni stendur rignir annað slagið og Schumacher sigrar og er á undan Barrichello og Fisichella.
Afmæliskeppni McLaren endar ekki vel f. þá; Coulthard fær “stop-and go” sekt og viðgerðarstopp ganga illa og eru illa tímasett og niðurstaðan er að Coulthard er aftarlega og Hakkinen endar í fjórða sæti.
Schumacher sigrar hér en síðan ekki meir í nokkrum keppnum
Staðan núna er Schumacher - Hakkinen: 56:32.


Keppni nr 9 af 17
Frakklandskeppnin.2 júlí,Magny-Cours.

Í þriðja sinn á keppnistímabilinu sigrar McLaren tvöfalt. Og Coulthard vinnur í þriðja skipti. McLaren menn hafa greinilega jafnað sig eftir ófarirnar í Kanada. En Hakkinen er samt sem áður óánægður og segist ekki ná almennilegu taki á bílnum.
Ferrari gengur illa í keppninni, Schumacher fellur úr vegna vélarbilunar og Barichello heldur uppi heiðrinum með því að ná þriðja sætinu.
Staðan: Schumacher-Hakkinen 56:38.


Keppni nr 10 af 17
Austurríkiskeppnin. 16 juli, Spielberg.

Loksins kemst Hakkinen almennilega á flug. Hann vinnur keppnina glæsilega. Schumacher fellur úr í fyrstu beygju. Ricardo Zonta keyrir á hann og Schumacher fellur úr keppni.
En í 10 daga þarf Hakkinen að óttast um sigurinn. FIA rannsakar svarta boxið hans þar sem innsigli vantar á það. En niðurstaðan er sú að Hakkinen heldur stigunum en einhverjir þurfa að fá dóm og bílasmiðir McLaren missa 10 stig.
Staðan er nú Schumacker - Hakkinen: 56:48.


Keppni nr 11 af 17
Þýskalandskeppnin. 30 júlí, Hockenheim.

Schumacher fellur strax úr keppni en liðsmaður hans Barichello sigrar. Barichello var í 18 sæti í byrjun og náði að vinna sig upp í fyrsta sæti. Í seinni hluta keppninnar byrjar að rigna og Barichello setur ekki regndekk undir bílin eins og McLaren menn gera og nær þannig forskoti á þá. McLaren hafði möguleika á að sigra tvöfalt en þeir völdu frekar að vera varkárir og setja regndekk á, tóku enga áhættu.
Hakkinen hefur nú nálgast Schumacher mjög í stigagjöfinni, Schumacher með aðeins tveggja stiga forskot, staðan er nú 54:56.


Keppni nr 12 af 17
Ungverjalandskeppnin. 3 ágúst, Budapest.

Í þessari keppni fengum við að sjá eitt besta start á árinu. Schumacher er í ráspól og passar upp á Coulthard sem er við hliðina á honum í öðru sæti. Hakkinen notfærir sér það og smeigir sér úr annari röð fram fyrir Schumacher, alveg frábærlega gert. En keppnin sjálf er litlaus og Hakkinen sigrar. Hakkinen nær forystunni í F1.
Ferrari liðið er hálf vankað þrátt fyrir að Schumacher nái loks að klára keppni en það gerði hann ekki í þrem keppnum á undan: þeir eru búnir að missa forystuna til McLaren.
Staðan er núna 62:64 Hakkinen í vil.