Rússneskur kappakstur 2004? Fréttir í Bretlandi segja frá því að árið 2004 mun verða haldinn Formúlu 1 keppni í Moskvu í Rússlandi. Breska sjónvarpstöðinn BBC segist hafa fengið þær fréttir hjá Bernie Ecclestone (stjórnanda Formúlu 1) og skuli samningur vera undirritaður innan mánaðar, þegar búið verður að kjást við minniháttar vandamál. Muni brautinn verða staðsett í Nagatino við ánna Moskvu örfáa kílómetra frá borginni Moskvu, og mun kostnaður við byggingu brautarinnar nema við 100 milljónum dollarar eða um 10 miljörðum íslenskra króna. Arkítektinn heitir Hermann Tilke, en hann vann einnig við gerð Sepang brautarinnar, sagði að framkvæmdir gætu hafist hvenær sem er.
Heimildir:www.formula1.com