Jæja, fyrsta keppni 2002 lokið og það varð engin smá keppni. Huge árekstur í fyrstu beygju þar sem nærri helmingur bílanna datt út, blóraböggul…? Tja, sumir kenna Ralf en aðrir Rubens Barrichello. Ég skal ekki dæma um það, þetta er náttúrulega keppni, og ALLIR vilja vinna, og þá verða stundum slys… ég held að þeir báðir hafi verið aðeins of ágengir. En helmingurinn komst semsagt undan og héldu keppninni ótrauðir áfram. David Coulthard leiddi keppnina í byrjun, en einhver vandræði virtust herja hann, að minnsta kosti komust allir bílarnir sem eftir voru fram úr honum áður en hann hætti keppninni. En þá kom líka mesti sjónvarps scandal sögunnar. Báðir Minardi bílarnir tóku fram úr Coulthard OG ÞAÐ VAR EKKI SÝNT!!!!!!!!!! Ég hefði sko borgað milljón kall fyrir að fá að sjá þetta, en neeeeiiiihhh… ó, nei, það var sko ekki sýnt!!! Og ég er ansi hrædd um að fleiri séu mér sammála, að þetta hafi verið eitt af Golden moment í Formúlu 1 sögunni (þ.e.a.s. fyrir þá sem ekki halda með McLaren….) En jæja, svona eru þessir myndartökumenn… :-/ Allavegana hvort sem það hafi verið árekstrinum að þakka eða ekki þá urðu úrslitin nokkuð merkileg. M. Schumacher varð í 1. sæti að vanda, Montoya í því öðru, “nýliðinn” í McLaren Kimi Räikkönen í því 3. mjög góður árángur hjá honum, Eddie Irvine í 4. og svo undrið að heimamaðurinn Mark Webber í 5. sæti og nældi í heil 2 stig fyrir Minardi liðið sitt og að lokum Mika Salo í 6. sæti og fékk fyrsta stigið fyrir Toyota í formúlunni, sem er einnig mjög góður árangur fyrir Toyota. Ég er persónulega mjög sátt við þessi úrslit, þrátt fyrir allt, þó mér finnist ansi tvísýnt að það hafi ekki verið endurræst efir crashið í fyrstu beygju.

Lifið heil,
kveðja,
Begga Schumache
- www.dobermann.name -