Jæja þá er að orðið nokkuð ljóst hver er besti ökumaðurinn í Formúlunni. Schumacher vann og Ferrari unnu keppni bílaframleiðenda. Það er aldrei að vita hvort keppnin hefði orðið meira spennandi ef Hakkinen hefði ekki þurft að taka út refsingu. Hann keyrði eins og óður eftir hana og vann sig hratt upp um 14 sæti. Coulthard veitti Schumacher harða keppni en það dugði bara ekki til. Það vakti athygli mína hve leiðinleg myndatakan var á brautinni. Maður vissi varla hvað var að gerast á tímabili og svo bulla þessir þulir svo mikið að það hálfa væri nóg.