Vissuð þið að fimm konur hafa keyrt í F1 ? Engin þessara kvenna náði reyndar langt í Formúlunni og bestum árangri þeirra náði Lella Lombardi en hún komst samt aldrei á verðlaunapall. Þar sem konur eru ekki síðri ökumenn en karlmenn þá efast ég ekki um annað en að þær gætu komist á verðlaunapall ef þær fengju frekari tækifæri til að taka þátt. Hver veit, kannski verður kona einhvern tíman heimsmeistari í F1 !!!

Þessar fimm konur sem tekið hafa þátt eru:

Giovanna Amati frá Ítalíu. Keyrði 1992 fyrir Brabham. Hún átti í ástarsambandi við Niki Lauda og vakti meiri athygli fyrir það en sem ökuþór.

Desiree Wilson frá S-Afríku. Keyrði 1980 fyrirWilliams

Divina Galica frá Bretlandi. Keyrði 1976-78 fyrir Surtees Ford

Lella Lombardi frá Ítalíu. Keyrði 1975 fyrir March-Ford og 1976 fyrir Brabham-Ford

Maria Teresa de Filipps frá Ítalíu Keyrði 1958 fyrir Maserati liðið.