Reglubreytingar Fyrir 2009 Tímabilið FIA hefur breytt reglum til að minnka smíðakostnað keppnisliða, en trúlega mun hönnun á KERS kerfinu kosta sitt. Það kerfi á að færa ökumanni þann möguleika á nýt aflið sem tapast við hemlun til aukins vélakrafts á stundum í keppni. Þó er ljóst að öll lið verða ekki kominn með KERS kerfið og hætta á að einhverjar bilanir komi upp. Reyndar er ekki fyrsta mótið fyrr en 29. Mars, en liðunum veitir samt ekki af tímanum. Að neðan er töluvmynd af líklegu útliti 2009 bíls.

Áhugverðar reglubreytingar

1) Yfirbygging verður gjörbreytt og uggar og auka vængir verða ekki á miðhluta bíla. Framvængir eru breiðari og afturvængur mjórri eins og sjá má á Williams bílnum hér til hægri.

2) Bíll og ökumaður verða að vera 605 kg.

3) Sama vél og í ár, 2.4 lítra og takmarkaðar við 19.000 snúninga og V8 eingöngu.

4) Vélar verða að endast þrjú mót, ekki tvö eins í ár. Ef ökumaður þarf að skipta um vél á milli 3 mót fær hann 10 sæta refsingu eftr tímatökur.

5) Ökumenn verða að nota sama gírkassa í fjórum mótum í röð. Ef skipta þarf um gírkassa á milli móta tapast 5 sæti á ráslínu eftir tímatökur.

6) Bílar verða búnir raufalausum dekkjum eins og notuð voru á árum áður. Dekkjahitarar eru leyfilegir.

7) Keppnislið mega nota KERS búnað sem vegur 60 kg og gefur ökumönnum aukakraft á stundum. Kerfið notar umframafl frá bremsukerfinu.

8) Ökumenn geta breytt afstöðu vængja á ferð í tvígang í hverjum hring um 6 gráður.

9) Mesta breidd bíls vex úr 1800 mm í 2000 mm.

10) Felgur og dekk fara úr 255 í 365 mm að framan og 380 í 460 að aftan.

11) Allir bílar eru með sanskoknar tölvustýringu sem FIA samþykkir sérstaklega.

12) Öll samskipti milli keppnisliðs og ökumanna skal vera á opinni rás og nothæf fyrir sjónvarpsútsendingar.

-Heimildir: Kappakstur.is