Fæðingarbær Michaels Schumachers er Kerpen í Þýskalandi og hafa nú forráðamenn bæjarins ákveðið að skýra götu í bænum eftir frægasta syni bæjarins og heitir gatan “Michael Schumacher Strasse.”
Þar sem Schumacher er búinn að gera bæinn heimsfrægan fannst þeim hann eiga þennan heiður skilið.

Foreldrar Schumachers búa í þessum bæ en vegna hárra skatta í Þýskalandi er Michael fluttur til Sviss.