Takk GUNZi fyrir að sýna viðbrögð. Reyndar ættu þessi skrif heima á korknum en ég verð engu að síður að fá að svara þér á þessu vettvangi. Ég get alls ekki fallist á það að ég hafi skrifað eitthvað illa um DC ég var einfaldlega að benda á það að DC og MH færu oft í þann farveg að kenna öllu öðru um en eigin mistökum þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá þeim. Varðandi mistök MS um helgina þá hef ég ekki séð það enn eða heyrt að hann kenni bílnum um hvernig fór, hann gerði einfaldlega þessi mistök sjálfur. Þetta atvik sýnir okkur hins vegar að MS getur líka gert klaufaleg mistök eins og hinir.

Varðandi skrif HelgaS þá verð ég að segja: “Til hamingju að vera kominn með vettvang til að losa út bælda reiði þína í garð Michael Schumachers”.

Það var mjög gott fyrir F1 að DC skyldi vinna á Magny Cours um helgina. Spennandi keppni er skemmtilegust fyrir alla og dramatíkin er aldrei fjarri þegar þannig háttar til. Þeir sem fylgst hafa með EURO2000 vita hvað átt er við, en þar hafa flestir síðustu leikirnir endað með því að það er ein hetja og einn skúrkur og þeir hafa ekki verið í sama liði.