Ökumenn í F1 2008 Fyrir þá sem ekki eru með á nótunum hvaða breytingar hafa orðið á ökumönnum í Formúlu 1, svona rétt áður en Formúlu 1 tímabilið fer af stað.

Hjá Ferrari liðinu keyra sem fyrr nýbakaði heimsmeistarinn Kimi Räikkönen [1] og liðsfélagi hans Felipe Massa [2].

Einnig er óbreytt ástand í ökumannsmálum hjá BMW mönnum, sem fyrr: Þjóðverjinn Nick Heidfeld [3] og hinn pólski Robert Kubica [4].

Renault liðið hefur ákveðið að skipta út ökumannslínunni hjá sér og í stað Heikki Kovalainen og Giancarlo Fisichella eru núna komnir annars vegar Spánverjinn Fernando Alonso [5] sem er kominn aftur til Renault eftir 1 ár hjá McLaren, og hins vegar nýliðinn Nelsinho Piquet [6] sem er sonur hins víðfræga heimsmeistara Nélson Piquet, sem vann titilinn 1981, 1983 og 1987.

Nico Rosberg [7] er sem fyrr aðalökumaður Williamsliðsins. Alexander Würz hætti kappakstri fyrir lokamótið í fyrra, og Japaninn Kazuki Nakajima [8], sem leysti Würz af í lokamótinu hefur nú verið ráðinn út keppnistímabilið 2008.

Red Bull hefur ákveðið að halda óbreyttu ökumannspari annað árið í röð, Skotanum David Coulthard [9] og Ástralanum Mark Webber [10]. Sem fyrr er Coulthard aldursforsetinn í F1, en hann verður 37 ára á árinu.

Ítalinn Jarno Trulli [11] heldur áfram akstri fyrir Toyota liðið. Sama verður ekki sagt um Ralf Schumacher, en eftir ansi dapurt gengi og dýra launatékka fékk hann reisupassann, og er atvinnulaus eins og málin standa. Í staðinn er kominn Þjóðverjinn Timo Glock [12], en hann keppti nokkrar keppnir árið 2004 með Jordan liðinu.

Toro Rosso liðið hefur gert 1 breytingu á ökumannslínu sinni. Í staðinn fyrir Vitantonio Liuzzi er nú kominn Frakki að nafni Sébastien Bourdais [14], sem er kannski nýliði í F1, en er 4-faldur meistari í ChampCar mótaröðinni í Bandaríkjunum. Sem fyrr heldur Þjóðverjinn ungi Sebastian Vettel [15] áfram sem ökumaður Toro Rosso.

Honda hefur ákveðið að halda óbreyttri línu hjá sér, Bretanum Jenson Button [16] og Brasilíumanninum Rubens Barrichello [17]. Sætin undir þeim þóttu þó mun heitari en raun ber vitni. Barrichello mun líklega ná þeim einstaka áfanga að verða sá ökumaður sem keppt hefur flestar keppnir í F1, en núna hefur hann hafið keppni í 253 mótum, og á því nokkuð greiða leið í að slá met Ítalans Riccardo Patrese, sem keppti 256 mót á árunum 1977 til 1993. Líklega verður þetta síðasta keppnistímabil hans, og útiloka ég ekki að honum verði jafnvel skipt út áður en tímabilið er búið.

Eins og staðan er þá lítur út fyrir að Super Aguri muni halda í báða ökuþóra sína í ár, Japanann Takuma Sato [18] og Bretann Anthony Davidson [19]. Þó hefur það ekki fengist staðfest enn.

Nýtt lið hefur keppni í ár, indverska liðið Force India, sem er þó í grunninn Spyker liðið sem keypt var upp í fyrra. Adrian Sutil [20] fylgir yfir til liðsins. Sama verður víst ekki að segja um Sakon Yamamoto, en Giancarlo Fisichella [21] keypti sér sæti hjá liðinu, en það má segja að heldur sé nú að fjara undan ferli Fisichella í F1.

Spútnikökumaðurinn í fyrra, Lewis Hamilton [22] heldur áfram hjá McLaren liðinu. Eins og nefnt var áðan þá er Heikki Kovalainen [23] kominn í stað Alonso frá Renault liðinu. Liðsins býður nú það erfiða verkefni að lyfta upp orðspori sínu eftir dramað í fyrra.

—————————————-

Í stuttu máli:


Nýjir ökumenn:
- Sébastien Bourdais, Toro Rosso
- Kazuki Nakajima, Williams
- Nelsinho Piquet, Renault

Ökumenn með „comeback”:
- Timo Glock, Toyota

Ökumenn sem hafa fært sig um set:
- Fernando Alonso, frá McLaren til Renault
- Giancarlo Fisichella, frá Renault til Force India
- Heikki Kovalainen, frá Renault til McLaren

Ökumenn sem kepptu 2007 sem keppa ekki í ár (eins og staðan er):
- Christijan Albers
- Vitantonio Liuzzi
- Ralf Schumacher
- Scott Speed
- Markus Winkelhock
- Alexander Würz
- Sakon Yamamoto


Heimild: http://www.statsf1.com/resultat/resume.asp?an=2008&LG=2


Mynd: Singapúr borg, sem hýsir fyrsta kappakstur í Formúlu 1 sem fer fram í rökkri. Slóð: http://formula1sport.net/wp-content/uploads/formula12007/singapore_night.jpg.