Michael Schumacher náði besta tímanum í tímatökum og verður því í fyrstu rásgrind á morgun þegar keppnin hefst. David Coultard tókst vel upp en hann lenti í því að nota tvo bíla í tímatökunum þar sem aðalbíllinn hans var ekki í lagi í fyrri hluta tímatakanna. Barrichello varð síðan í þriðja sæti. Tímatökusnillingurinn Mika Hakkinen lenti í fjórða sæti og virðist enn vera fjarri góðu gamni. Það virðist vera að hann sé hættur að bíta frá sér. Villeneuve sem náði 7. sætinu kemur til með að vera hættulegur í startinu á morgun. Pressan á honum við að standa sig er það mikil að hann mun líklega leggja allt í sölurnar við að ná nokkrum sætum í startinu. Keppnin á morgun kemur til með að verða frábær og það mun verða hart barist í startinu einkum vegna þess að mjög erfitt er að taka framúr á Magny Cours brautinn.