Sælir formúluhugarar!

Við stjórnendur hér á /formula1 höfum ákveðið að gera þó nokkrar breytingar á fyrirkomulagi spáleiksins, í von um að þátttaka aukist og verði stöðugri.

Reglur spáleiksins frá og með næstu keppni, sem haldin verður í Mónakó 27. maí, eru:

Spáleikurinn 2007 - NÝTT!!!

Skila þarf spá inn áður en tímataka hefst á laugardegi keppnishelgar. Bónus fæst sé spá skilað inn fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldi. Bónusinn felst í því að þau stig sem viðkomandi hlýtur fyrir hverja spá sem skilað er inn fyrir miðnætti á föstudegi, margfaldast með 1,5 auk þess að viðbótarstig bætist við. Þannig fást að minnsta kosti 2 stig fyrir að skila inn báðum spám fyrir mðnætti á fimmtudegi, skili spárnar ekki neinu stigi.

Dæmi:
Spá er skilað inn fyrir miðnætti á fimmtudegi. Úr spánni fást 4 stig (t.d. tímatökuspá). Stigin 4 eru þá margfölduð með 1,5.
4 * 1,5 = 6
auka stig bætist við
6 + 1 = 7 stig.

Hafa ber í huga að bónus telur bara fyrir spá sem skilað er inn fyrir kl. 00:00 á miðnætti á fimmtudagskvöldi. Þannig er hægt að fá bónus fyrir aðeins aðra spána (t.d. bara fyrir tímatökuspá eða bara fyrir keppnisspá), en aldrei er hægt að fá bónus fyrir báðar spár nema báðum sé skilað inn fyrir miðnætti á fimmtudegi.

Skila skal inn spá fyrir 10 efstu sætin í tímatöku inn á spá-grein fyrir tímatöku og spá fyrir 10 efstu sætin í keppni inn á spá-grein fyrir keppni.

Stigagjöf:

Tímataka: 1 stig fæst fyrir að vera með ökumann í réttu sæti.

Keppni: 3 stig fást fyrir að hafa ökuþór í réttu sæti, en 1 stig er gefið ef ökuþór er einu sæti frá spáðu sæti.

Bónus: Áunnin stig fyrir tímatöku og/eða keppni margfölduð með 1,5 og viðbótarstigi bætt við eftir það.

Til að auðvelda stjórnendum yfirferð eftir hverja keppni er öll umræða bönnuð á spá-greinum. Svo þegar farið er yfir spánna er miðað við úrslit á formula1.com.

Stærstu breytingarnar eru fólgnar í því að lokaskilafrestur á spám hefur verið lengdur þar til tímataka hverrar keppnishelgar hefst og munu allar spár sem kunna að berast eftir þann tíma vera sjálfkrafa dæmdar ógildar og verður eytt út.
Þá hefur verið bætt við bónus sé spá, annað hvort fyrir tímatöku eða keppni, skilað inn fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldi fyrir keppnishelgi.
Bónusinn virkar þannig að öll áunnin stig fyrir hverja spá sem skilað er inn fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldi, eru margfölduð með 1,5 og að auki bætist við eitt aukastig eftir margföldunina.

Með þessu móti er hægt að tryggja sér 2 stig með því að skila báðum spám (bæði fyrir tímatöku og keppni) inn fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldi.
Sé einungis annarri spánni skilað inn fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldi, fæst einungis bónus fyrir þá spá.


Það er von okkar stjórnendanna hérna á /formula1 að þessar breytingar muni bæta spáleikinn til muna.

Kærar kveðjur,
stjórnendur /formula1
Kveðja,