Samkvæmt frétt á www.autosport.com mun Ferrari liðið hefja titilvörn sína á næsta tímabili með 2001 bílnum. Þeir munu ekki keppa á 2002 bílnum fyrr en í San Marino kappakstrinum 14. apríl, en fyrstu þrjár keppnirnar, í Ástralíu, Malasíu og Brasilíu, munu þeir félagar Michael Schumacher og Rubens Barrichello aka þróaðri útgáfu af F2001.
Að sögn munu Ferrari vilja tryggja áreiðanleika bílanna í keppnum þar sem bilanir eru mjög algengar á nýsmíðuðum bílunum. Hins vegar munu þeir nota nýja útgáfu af Ferrari vélinni, 051 útgáfuna, sem hefur verið í prufun síðan í október síðastliðnum.
Og nú er bara að bíða og sjá hvort að þessi ákvörðun Jean Todt og félaga á eftir að skila árangri.