Jæja, þá er bara alveg að koma að fyrstu keppni ársins, og mér fannst kominn tími til að fjalla smá um þær reglubreytingar sem taka gildi fyrir þetta keppnistímabil. Þessar upplýsingar eru teknar af opinberu Formúlu 1 síðunni http://www.formula1.com og haslað yfir á íslensku af mér þannig að það hefur kannski eitthvað skolast til í þýðingu.

Vélar
Nú tekur gildi svokölluð ,,vélafrysting”. Það felst í því að vélar notaðar í tveim síðustu keppnum ársins 2006 verður að nota tímabilin 2007, 2008, 2009 og 2010. Þrátt fyrir að ætlunin með þessu sé að lækka þróunarkosnað, verður leyft að gera einhverja minniháttar þróunarvinnu, sem lýtur ströngu eftirliti FIA.

Tveggja keppna vélareglan mun ekki gilda lengur um föstudagsæfingarnar. Þetta þýðir það að ökumaður sem hefst handa með nýja vél, mun ekki hljóta refsingu, þrátt fyrir vélabilun. Það þýðir líka að ökumenn geta valið að nota aðrar vélar á föstudögum og spara keppnisvélarnar fyrir restina af helginni.

Keppnisdagskrá
Smá breyting hefur orðið á keppnisdagskránni. Æfingarnar tvær á föstudögum hafar verið lengdar úr 60 mínútum í 90 mínútur hvor.

Dekk
Þar sem Bridgestone verður eini dekkjaframleiðandinn í Formúlu 1 tímabilin 2007-10, mun hvert lið fá einungis tvær mismunandi dekkjagerðir fyrir hverja keppni. Það fær hins vegar fleiri sett af dekkjum, fjögur sett á ökumann á föstudag og tíu sett á ökumann fyrir afganginn af helginni. Hver ökumaður verður að notast við báðar dekkjagerðirnar í hverri keppni og sérstakar merkingar munu gera áhorfendum kleift að greina á milli hvora ökumaðurinn notast við á hverjum tíma.

Öryggisbíll
Einhverjar reglubreytingar verða gerðar á fyrirkomulagi öryggisbílsins fyrir tímabilið 2007. Þetta var gert til þess að hindra það að ökumenn skelli sér inn á þjónustusvæðið um leið og öryggisbíllinn er kallaður út á brautina, og til að hindra að hægari bílar hafi áhrif á endurræsingu. Enginn bíll má fara inn á þjónustusvæðið fyrr en allir eru búnir að hópast saman aftan við öryggisbílinn og áður en öryggisbílinn fer inn á þjónustusvæðið þurfa allir hringaðir bílar, á milli forystubílanna, að fara framúr þessum bílum sem og öryggisbílnum áður en þeir koma sér fyrir á réttum stað aftar.

Föstudagsæfingar
Ekki verður lengur leyft að notast við þriðja bílinn á föstudagsæfingum en öllum liðum er nú leyft að nota einn þróunarökumann á hverri föstudagsæfingu. Þessa ökumenn þarf að tilkynna fyrirfram og þeir þurfa að notast við annan hvorn af keppnisbílum liðsins.

Öryggi
Sérstakt GPS öryggiskerfi mun koma til sögunnar. Í þessu kerfi felast ljós í ökumannsklefanum sem gefa til kynna hvaða flöggum er verið að veifa. Þetta mun hjálpa keppnisstjórn að vara ökumnenn við mögulegum hættum á mun áhrifaríkari hátt.
Allir bílar verða núna með læknaöryggisljósi (en: medical warning light) rétt framan við ökumannsklefann. Þetta á að veita björgunarmönnum tækifæri til þess að meta strax alvarleika slysins og mun verða tengt við gagnasöfnunarkerfi FIA.

Árekstursprófanirnar, sem Formúlu 1 bílarnir þurfa að standast, eru orðnar strangari. Hröðun árekstrarprófsins að framan hefur verið aukin úr 14m/s í 15m/s samfara því að lágmarksstærð þeirrar byggingar sem dregur í sig höggið úr árekstrinum hefur verið aukin. Nú þarf ökumannsklefinn einnig að vera klæddur sérstökum hlífðarpúðum gerðum úr Zylon. Til að vega upp á móti aukaþyngd þessara púða hefur 5 kg verið bætt við heildarlágmarksþyngd bíla.


Ég vona að ég hafi náð að koma þessu frá mér á skiljanlegan hátt og að þið njótið vel.
Stupid men are often capable of things the clever would not dare to contemplate…