Svör við Trivia 1 Hérna koma rétt svör og úrslit úr trivia-keppni 1, sem stóð yfir frá 16. janúar til 15. febrúar.

1. Árið 1984 var keppnislið bannað í seinustu 3 mótum ársins, og fyrri úrslit þess á því tímabili dæmd ógild. Hvaða lið var þetta? (2 stig)

Svar: Liðið sem rætt er um er Tyrrell liðið (sem keppti í Formúlunni 1971-98), en það var bannað fyrir að hafa sett blýkúlur í vatnstank bílsins til að halda bílnum í réttri þyngd í lok keppni.

2. Hvaða kona hefur unnið til stiga í Formúlu 1? (2 stig)

Svar: Sú kona sem unnið hefur til stiga í Formúlunni er ítalski kvenökuþórinn Lella Lombardi, en hún vann sér inn ½ stig í Spænska kappakstrinum 1975 (fyrir að hafa verið í 6. sæti þegar keppnin var blásin af vegna banaslyss).

3. Svíar hafa átt nokkra ökumenn í Formúlunni, en hafa ekki átt neinn í rúman áratug. Hvað hét síðasti sænski Formúlu 1 ökuþórinn (1 stig) og hvaða stórliði ók hann hjá í 2 keppnistímabil? (1 stig)


Svar: Ökumaðurinn sem spurt var um er Stefan Johansson, hann keppti með hléum á árunum 1980-91 og stórliðið sem hann ók fyrir í 2 keppnistímabil mun vera Ferrari, en hann ók 1 tímabil einnig fyrir McLaren.

4. Alls hafa 9 dekkjafyrirtæki tekið þátt í Formúlunni. Nefnið 4 þeirra. (1/2 stig hvert)


Svar: Þau fyrirtæki sem hafa tekið þátt sem dekkjaframleiðendur í Formúlunni eru Avon (1954, 1956-57, 1959 og 1981), Bridgestone (1976-77, 1997-…), Continental (1954-55, 1958), Dunlop (1950-70, 1976-77), Englebert (1950-58), Firestone (1950-60, 1966-74), Goodyear (1964-98), Michelin (1977-84, 2001-06) og Pirelli (1950-58, 1981-86, 1989-91).

5. Spurt er um keppnislið. Keppnisliðið tók þátt í 250 keppnum á 15 keppnistímabilum. Nafn liðsins er kennt við fyrrum eiganda liðsins. Liðið hefur unnið 4 keppnissigra, 2 náð ráspól og 19 sinnum komið ökumanni í verðlaunasæti. Nú er spurt, hvaða lið er þetta, (1 stig) og hvaða 2 fyrrum heimsmeistarar óku um tíma fyrir það? (1/2 stig hvor)

Svar: Liðið sem spurt er um er Jordan liðið, en það keppti undir því nafni árin 1991 til 2005. Liðið er kennt við eigandann, hinn írska Eddie Jordan. Tveir fyrrum heimsmeistarar hafa ekið fyrir liðið, en það munu vera Michael Schumacher (1 keppni árið 1991) og Damon Hill (1998 og 1999).

6. Hvaða ár vann BMW sinn fyrsta keppnissigur sem vélarframleiðandi? (1 stig)

Svar: Fyrsta skiptið sem bifreið knúin BMW bifreið vann keppnissigur var þegar að Nélson Piquet eldri vann kanadíska kappaksturinn árið 1982, á Brabham BMW.

7. Spurt er um ökumann. Þessi ökumaður vann einn sigur og 2 ráspóla og komst 32 sinnum á verðlaunapall. Hann tók þátt í 201 keppni fyrir 6 mismunandi lið. Nú er spurt: Hver er maðurinn (1 stig), og af hvaða þjóðerni er hann? (1 stig)

Svar: Sá sem spurt var um mun vera franski ökumaðurinn Jean Alesi.

8. Í hvaða tveimur borgum hefur verið keppt í Formúlu 1 í Ástralíu? (1/2 stig hvort)

Svar: Melbourne og Adelaide.

9. Þessi mynd sýnir slys í ræsingu sem endar með því að bíllinn í miðjunni veltur 3 veltur. Sá sem velti heitir Alexander Würz og keyrði hjá Benetton þegar slysið skeði. Hvaða 2 aðrir ökumenn eru á myndinni (1 stig hvert), fyrir hvaða lið keyrðu þeir þarna (1/2 stig hvert), og hvaða kappakstur er þetta (ár meðtalið) (1 stig)?

Svar: Ökumaðurinn fyrir aftan mun vera Jean Alesi, á Sauber Petronas, ökumaðurinn fyrir framan mun vera Heinz-Harald Frentzen, á Williams Mecachrome. Kappaksturinn mun vera sá kanadíski árið 1998.

10. Hvaða keppnislið notaðist við þennan bíl (1 stig), hvaða ár (1 stig) og hvaða ökumaður situr þarna bak við stýrið? (1 stig)

Svar: Kannski full erfið spurning… en þetta mun samt vera Williams-bíllinn eins og hann var árið 1982, og sá sem situr bak við stýri mun vera Keke Rosberg (sem vann heimsmeistaratitil sinn á þessum bíl).


Staðan eftir 1. keppni:

1. Amazon – 15 stig
2. Aiwa – 12 stig
3. loevly – 11 stig
4. Galbatorix – 10 stig

Kveðja Ultravox!