V/ könnunar um breytingu á nafni áhugamálsins úr /formula1 yfir í /akstursithrottir? Ég ætla að byrja á því að taka það fram að þetta er ekki mín persónulega hugmynd, heldur er ég sem stjórnandi að viðra hugmynd um það hvort menn vilji sjá eftirfarandi breytingu á áhugamálinu.

Þegar þessi orð mín eru rituð þá er í gangi könnun inni á áhugamálinu um það hvort áhugamálið /formula1 eigi að verða /akstursithrottir (eða annað sambærilegt nafn).

Þessar hugleiðingar mínar koma til vegna tillagna sem fram komu á /hugi um það að reyna að nýta áhugamálið til umfjöllunar um fleiri keppnisgreinar heldur Formúlu 1.
Ég get mér þess til að verið sé að meina að færa hina eiginlegu mótorsportumræðu frá /motorsport (sem myndi eftir þetta heita /vélar eða eitthvað sambærilegt eftir breytinguna).

Þær greinar sem mikið yrði fjallað um á /akstursithrottir (ef af verður) verða sennilegast áframhaldandi umræða um Formúlu 1, auk umræðu um A1, GP2 eða annan sambærilegan kappakstur; MotoGP mótorhjólakeppnin; WRC og íslenska rallið; torfæran, bara svo eitthvað sé nefnt.

Kostir breytinganna:
* Öflugri, fjölbreyttari og líflegri umræða.
* Hægt yrði að safna saman umfjöllun um flestallar kappakstursíþróttir á einn stað.
* Umræða um minni mótaraðir geta fæðst.


Ókostir breytinganna:
* Formúla 1 áhugamálið glatar sérstöðu sinni.
* Erfitt yrði að fá stjórnendur sem hugsað geta sér að covera allar þessar íþróttir, eins mismunandi og þær eru í eðli sínu.


Óvissuþættir:
* Aðsókn?

Núna ætla ég að bera það undir ykkur hvernig þessi hugmynd leggst í fólkið. Ég hef tekið mína persónulegu afstöðu. Einnig yrði forvitnilegt að hlusta á nýjar lausnir.

Kv. Ultravox.