Reglur um áhugamálið /formula1.
Reglurnar skulu gilda frá og með 20. desember 2006.


Um áhugamálið:
* Tilgangur áhugamálsins er vettvangur umræðu um Formúlu 1 og það sem henni tengist.
* Æskilegt er að umræðan sé opin og fordómalaus.
* Ekki er leyfilegt að rakka einstaka ökumenn og lið niður. Leyfilegt er að koma með gagnrýni, að því gefnu að hún sé rökstudd.
* Þátttakendur skulu umgangast hvern annan af virðingu og tillitssemi!
* Skjánöfnin veita ekki leyfi til hegðunar sem er særandi eða á einhvern hátt neikvæð fyrir framgang umræðunnar!
* Stjórnendur /formula1 áskilja sér rétt til að eyða út öllu efni sem ekki er talið falla að tilgangi áhugamálsins!

Kannanir:
* Svarmöguleikar skulu vera í takt við spurninguna.
* Svarmöguleikar skulu vera a.m.k. 3.
* Skýr spurning, skýrir svarmöguleikar og gott orðalag áskilið.
* Setja skal upp svarmöguleika þannig að allir valmöguleikar séu fyrir hendi, eftir því sem við á.

Myndir:
* Verða að vera í góðum gæðum.
* Myndin má ekki vera það lítil að enginn geti séð hvað er á henni.
* Verða að hafa eitthvað með efni áhugamálsins að gera
* Titill skal vera skýr og góður
* Texti með mynd skal vera skýr og góður, gott orðalag er áskilið. Textinn verður að vera í algjöru samræmi við myndina. Nauðsynlegar upplýsingar um myndina skulu koma fram í texta.
* Gefa skal upp slóðina sem myndin var sótt á, eftir því sem við á.

Greinar:
* Æskileg lágmarkslengd greina er 250 orð. Algjör lágmarkslengd er 100 orð.
* Geta skal helstu heimilda eftir almennt gildandi heimildareglum. Heimildaskrá skal koma á eftir grein. Ef ekki er gætt að þessu má viðkomandi eiga von á því að greininni verði hafnað.
* Ef mynd er send inn með greininni, þá verður að koma fram í greininni hvernig hún tengist efni hennar. Skilyrt er að hún tengist aðalatriði greinarinnar.
* Stjórnendur áskilja sér rétt til að hafna grein sem að ekki hefur verið sett upp á réttan hátt. Skilyrt er að hafa nauðsynleg greinarskil.
* Ekki er leyfilegt að klippa og líma (ens.: Copy/Paste) inn í grein án nauðsynlegra tilvitnana. Undanþága frá þessari reglu er háð samþykki stjórnanda á /formula1.
* Einnig skulu greinar vera vel skipulagðar, í góðu efnislegu samhengi, lausar við meiriháttar stafsetningar- og staðreyndarvillur og mega ekki innihalda áróður.
* Óskað er eftir því að greinarhöfundar fari yfir greinarnar sínar áður en þeir senda þær inn. Bent er á Vefpúkann fyrir þá sem vantar stafsetningarforrit í tölvuna sína.
* YouTube myndklippur eru leyfðar. Skipunin fyrir þær er: [youtube]linkur.

Stjórnendur /formula1 áskilja sér allan þann rétt til að breyta þessum reglum án fyrirvara.

Virðingarfyllst,
Aiwa
FusionLorus
ultravox