Þá er Japanska kappakstrinum lokið og fáum við ekki að sjá meiri formúlu fyrr en á næsta ári (sadly). Keppnin fór vel fram og lítið varð um óhöpp. Helst bar á góma þegar nýliðinn Kimi Raikkonen missti stjórn á bíl sínum, fór útaf og dró Alesi með sér, frekar leiðinlegt fyrir Alesi að enda ferilinn svona… Michael Schumacher sem hafði ræst fyrstur átti gott start og hélt forystunni allan tímann með talsverðum yfirburðum. Með þessum 9. sigri sínum á tímabilinu setti hann einn eitt metið, en að þessu sinni var það áunnin stig frá upphafi: samtals 801 stig! Montoya, sem ræsti við hlið Schumachers, hélt einnig 2. sæti til loka. Rubens Barrichello ætlaði að freista þess að komast í 1. sæti með því að hafa bílinn léttan og keyra eins og mother fu**** og taka þess vegna 3 þjónustuhlé, en sú áætlun mistókst hraparlega. Hann náði reyndar mjög góðu starti og komst fram úr Ralf Schumacher en hafði ekki kjarkinn í að reyna komast fram úr Montoya. Mika Häkkinen hafði vrið í 3. sæti undir lok keppninar, en hleypti þó félaga sínuum David Coulthard fram úr sér (veit reyndar ekki til hvers, hann var með 2. sæti í stigakeppni gulltryggt hvort sem er…) Annars held ég að það sé ekki mikið meira um þessa keppni að segja, nema gera úrslitin kunn:

1. Micael Schumacher
2. Juan Pablo Montoya
3. David Coulthard
4. Mika Häkkinen
5. Rubens Barrichello
6. Ralf Schumacher
7. Jenson Button
8. Jarno Trulli
9. Nick Heidfeld
10. Jacques Villeneuve

Nú er ekkert að gera nema leggjast í dvala og bíða spennt eftir næsta tímabili…
- www.dobermann.name -