David Coulthard, Jenson Button og Eddie Irvine eru ekki bestu ökuþórarnir í F1 en aftur á móti eru þeir taldir best klæddir af öllum ökuþórum í F1. Og reyndar ekki bara af F1 ökuþórum heldur hvorki meira né minna en smartastir af ÖLLUM íþróttamönnum í heimi. Já, Formúlustrákarnir eru ekkert slor.
Þetta telur allavega hið fræga tískutímarit ELLE. Og strákarnir þrír mættu til London og tóku við “Elle Style Awards” og þykir mikill heiður að fá þessi verðlaun.
Þessi heiður kom þeim Coulthard og Button mjög á óvart en öðru gegnir um hinn norður-írska Eddie Irvine en í ágúst var hann valinn af lesendum tímaritisins “GQ” sem kynþokkafyllsti maður ársins.

Við verðlaunaafhendinguna hjá Elle voru þeir í “frekar” góðum félagsskap því þar voru mættar Jennifer Lopez, Victoria Beckham og Jennifer Aniston sem voru einnig að taka við verðlaunum.