Formúlan sem við þekkjum að baki? Í dag lauk þeirri formúlu sem við höfum dýrkað og dáð í nokkur ár. Dagurinn í dag 22. Október 2006 markar stór tímamót í sögu Formúlu 1 kappakstursins. Ekki aðeins fyrir okkur heldur líka fyrir marga aðra. Hér á eftir ætla ég að stikla á þeim hlutum sem ég tel vera þess valdandi að í dag hafi verið brotið blað í sögu formúlu 1.

Skoðum formúluna aðeins eins og hún hefur verið. Hvern tengja menn oftast við Formúluna okkar? Hver eru einkennis merki liðanna sem við höfum verið að fylgjast með.

Í dag lauk ferli mans sem hver einasti maður sem hefur heyrt minnst á Formúlu 1 kappakstur hefur líka heyrt um. Jafn vel þeir sem ekki þekkja Formúlu 1 þekkja manninn. Þessi maður er enginn annar en sjálfur Michael Schumacher. Hann lauk glæstum ferli með „fanta“ góðum akstri eins og maður heyrir oft nefnt í sjónvarpinu. Sem dæmi um snilli hans má til gamans geta því að hann hefur unnið 91 mót sigur á sínum ferli, næsti maður á eftir honum hefur unnið 51 sigur og maðurinn þar á eftir vann 31 sigur því má sjá að „Schumi“ eins og hann er kallaður hefur unnið nærri sigra fjölda næstu tveggja manna samanlagt.
Held það sé kominn tími til að segja takk við Schuma, sumir segja þetta þar sem hann var goð í þeirra augum, aðrir vegna þess að þeir voru hlutlausir og enn aðrir af því að hann veitti okkur öllum eitthvað til að rífast um. Takk Schumacher!

Var þetta það eina sem ég tel að hafi markað tíma mót í Formúlu 1, nei alls ekki. Því með þessu brotfalli riðluðust sæti flestra liða í Formúlu 1, á næsta ári hefst Formúla með allt aðra sætaskipan og annan mannskap. Flutt af nýjum andlitum detta inn og þessi gömlu koma fram í nýjum búningi. Stefnu breytingar liða eru líka meðal þess sem við sjáum á næsta ári. Hver vil ekki fá rauðan McLaren bíl? Og segi nú ekki hver vill ekki fá grænan Renault bíl?
Þó svo að Schumacher sé stærsta breytingin frá því sem er í dag er það bara hluti af miklum breytingum sem við munum ekki skilja fyllilega fyrr en það verður liðið vel á næsta tímabil.

Dagurinn í dag markaði líka annað blað því í dag voru rofin örlög þau sem hindruðu heima manni að vinna mótsigur. Liðin eru 13 ár frá því að Brasilíu maðurinn Senna vann þar sigur, en hann lést í Formúlu 1 árið 1994 á svo eftirminnilegan hátt. Felipe Massa var maðurinn sem vann sigurinn í dag og þar með má segja að hann sé farinn að feta í fótspor Senna sjálfs. Sem dæmi má nefna að Barrichello hefur mikið reynt að vinna mótið en ekki tekist, þrátt fyrir að hafa leitt það í mörg skipti, jafn vel svo smánarlegt sem það er þá varð hann meira að segja eldsneytis laus eitt árið. Er þetta kannski merki um nýjan meistara í uppsiglingu? Nei ég bara spyr!

Ég vil ljúka þessari pælingu minni á því að segja, vonandi stenst mannkynið breytingar í núinu eins vel og það gerði það í gamladaga.

Farðu vel Schumacher og þið hinir sem eruð að skipta um lið, eigið góða daga í nýju liðunum!