Málin sem viðkomu Monza kappakstrinum Monza kappaksturinn.


Það var margt spennandi og umdeilt sem skeði þessa keppnishelgi. Ég ætla að stikla á því allra helsta og mikilvægasta hér, með hjálp frétta úr Formúlunni síðustu vikuna.

Helgin var spennuþrungin því nú átti loks að koma í ljós hvort og ef sjöfaldi heimsmeistarinn og einn merkasti ökuþórinn væri að hætta eður ei. Michael Schumacher stefndi ótrauður á fyrsta sætið í Monza kappakstrinum og ætlaði um leið að gefa út yfirlýsingu á blaðamannafundinum um framhald sitt.

Schumacher setti annann hraðsata tíma í tímatökunni á eftir verðandi Ferrari ökuþór og arftaka sínum Kimi Räikkonen. Aðeins tveir hundruðustu úr sekúndu skildu tíma þeirra að í loka tímatökunni. Það markbærasta eftir tímatökuna var það að Ferrari kærði Renault og Fernando Alonso fyrir það að hafa vísvitandi hægt á Filippe Massa í síðasta hring sínum. Alonso var færður niður um 5 sæti og upphófst mikið fjaðrafok. Alonso gaf út þá skýringu að hann teldi Formúluna ekki vera íþrótt lengur, væri allt varðandi pólitík og peninga. Flavio Briatore á það til að láta skapið hlaupa með sig út í gönur gaf skít í FIA og gaf slæm ummæli um Formúluna yfir höfuð. Það ferskasta úr fréttum hér heima er það að Briatore verður ekki „víttur“ fyrir ummæli sín og að hann hafi beðið Max Mosley forseta F1 persónulega afsökunar á hegðun sinni. Það er margt sem menn geta látið út úr sér falla í hita leiksins, en Briatore er þekktur fyrir að gera úlfalda úr mýflugu. Bernie Eccelstone tekur undir með Briatore og Alonso og segist skilja gremju þeirra.
Ný reglugerð var gefin út frá FIA fyrir vikið að aðeins verði vítt fyrir vísvitandi brot eins og segir á vef Morgunblaðsins.

Þá komum við okkur að aðalmáli þessarar helgar. Schumacher, sem vann enn einn sigur sinn og þar með sinn síðasta sigur á Monza brautinni gaf það út í viðtalinu eftir keppnina að þetta hefði verið hans síðasta keppni á Ítalíu. Nú væri kominn tími fyrir aðra að sanna sig og hann væri sestur í helgann stein með fjölskyldu sinni. Á blaðamannafundinum gaf hann ekki út hver yrði næsti ökumaður en sagðist engu að síður vera ánægður með það hver æki bílnum sínum á næstu vertíð og brosti til mannsins sem sat hliðina á sér.
Kimi Räikkonen sem sat við hlið Schuma varð annar í þessari keppni. Það var svo gefið fljótlega út eftir blaðamannafundinn af Ferrari að Kimi yrði þeirra næsti aðalökuþór og tæki við af Meistara meistaranna Michael Schumacher.


Damon Hill tjáði sig í fyrsta skipti í vikunni í langan tíma um velgengni Schumachers síðan hann „óvart“ eyðilagði heila keppni fyrir sínum helsta keppinaut í Monaco nú fyrr á árinu. Hill sagðist vona það og trúa því að Schumacher myndi kveðja með titil í fararteskinu.

McLaren menn halda því hinsvegar fast fram að Kimi muni yfirgefa McLaren Mercedes með stæl og taka einn sigur í lokin. Það er ábyggilegt að Kimi, Michael og Fernando eiga eftir að berjast til síðasta blóðdropa í komandi keppnum.

Furðumerkilegt atvik skeði á sunnudaginn sem hefur fallið eylítið í skugga ummæla Alonso og Briatore og tilkynningu Schumachers. Það er Renault bíllinn. Í fyrsta skiptið í næstum því tvö ár að undanskildri einni keppni í fyrra, sprengdi núverandi heimsmeistarinn vél. Þegar aðeins 10 hringir voru eftir lagði reyk um brautina og Alonso skautaði útaf. Talsverð heppni var að Massa sem var örfáum sekúndubrotum fyrir aftan hann slapp frá þessu ekki með alvarlegri skemmd en ónýtt dekk. En hann missti af fjórða sætinu fyrir vikið. Svo virðist sem Renault bíllinn hafi gjörsamlega misst flugið í síðustu keppnum, eftir að Ferrari, Honda og McLaren kærðu fjörðunarbúnað þeirra. Eftir mislukkaðar tilraunir hinna liðanna við að stæla þennann búnað ákváðu þeir að kæra Renault sem gerði það að verkum að þeir fóru að missa flugið. Bíll Alonso var einnig talinn miklu sigurstranglegri þessa helgina heldur en bíll Schuma þar sem það var ný vél í bíl Alonso en ekki Schuma. Þetta sannar það að mörgu leyti að ökumenn eru ekkert ef þeir hafa ekki sigurstranlegann og góðan bíl undir sér.

RedBull liðið ákvað um síðustu helgi að fá sér Renault mótora í stað Ferrari. Það verður stórt stökk fyrir þá, en hvort stökkið verði niður á við eða upp á við, er erfitt að segja.

En þegar að lokum þessarar greinar minnar er komið langar mig að velta fyrir mér einni samsæris kenningunni sem kviknaði í vikunni sem er að líða undir lok: Var Schumacher knúinn Ferrari til að hætta keppni? Bernie Eccelston vill meina það að Ferrari hafi málað Michael út í horn. Þeir hafi viljað fá nýtt blóð í Ferrari og þar sem Kimi vill alls ekki vera ökuþór númer tvö neinsstaðar hafi hann viljað losna frá McLaren og Ferrari sá sér flöt á að skipta Schuma þar með út. Willi Weber umboðsmaður Schuma „að þverrandi áhrif Schumacher á gang mála hjá Ferrari hafi verið aðalástæðan fyrir því að hann ákvað að hætta.“ Sjálfur segir Schumacher að hans tími hafi verið kominn að láta undan störfum og leggja stýrið á hilluna. Þetta hafi verið alfarið hans ákvörðun og hann hafi tekið hana í samlyndi við fjölskyldu sína.
Að mínu mati þá held ég að Ferrari hafi beitt hann pressu. Þeir voru búnir að lofa Massa að keyra næsta tímabil og sá orðrómu hafði hvissast út að von væri á Kimi til þeirra rauðlituðu. Eins og ég nefndi hér fyrir ofan þá vill Kimi ekki vera ökumaður númer tvö og er það aðalástæðan að hann hafi hætt hjá McLaren að mínu mati. Auðvitað yrði Alonso, núverandi heimsmeistari tekinn ofar í goggunarröðinni heldur en Kimi. Þó það hafi verið draumur Kimi að fá að Keppa með Schuma í liði þá er ekki víst að hann hefði unað því að vera ökumaður númer tvö hjá Ferrari frekar en McLaren.

Nú væri gaman að fá álit ykkar hinna á þessum málefnum.


Vertu sæll Michael Schumacher og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir þessa íþrótt!