Jean Todt sagði í viðtali eftir Indy-kappaksturinn að hann væri alveg í skýjunum. “Velgengni Ferrari hefur verði frábær á þessu tímabili. Þetta var áttundi sigur Ferrari á árinu og sjöundi sigur Michaels. Þetta er met hjá Ferrari aldrei áður hafa unnist jafn margir sigrar á á einu keppnistímabili og aldrei hefur liðið fengið jafnmörg stig á einu keppnistímabili. Á stundu sem þessari hlýtur maður að hugsa mikið um heimsmeistaratitilinn en jafnvel þó einungis tvær keppnir séu eftir á þessu tímabili þá er vegurinn langur og erfiður. Keppnin í dag var frábær bæði hjá Michael Schumacher og Rubens Barrichello. Michael gerir okkur taugatrekkta þegar hann hefur mikið forskot en við erum farin að þekkja hann, hann er bara svona og hann á erfitt með að aka hægt. Við byrjum á morgun að undirbúa keppnina í Japan og Malasíu, sagði Jean Todt að lokum.