Frábær sigur MS á Indy-brautinni setur hann nú í efsta sæti í keppninni til heimsmeistara. Lúaleg framkoma McLaren bræðra kom þeim ekki til góða og heiðursmaðurinn DC virðist hafa misst andlitið í malbikið.

MS vildi ekki gera mikið úr þessu atviki á blaðamannafundinum, vildi frekar gleðjast yfir tvöföldum sigri Ferrari en að agnúast útí hegðun DC.

Það var eins og að hverfa 3 ár aftur í tíman að sjá McLaren vélina springa. Það var nefnilega venja að annar eða báðir McLaren bílarnir féllu úr keppni með sprungna vél fyrir svona ca. þremur árum. Maður hélt að þeir væru komnir yfir þetta, en bíllinn hefur greinilega ekki þolað það að vera í fullri þenslu í 20 sek. í hverjum hring.