Nú er Frank Williams búinn að gera það obinbert að hinn 25 ára Montoya frá Kólumbíu mun keyra með Williams liðinu næstu 2 ár. Hann fær tekur við af Button sem er að fara yfir til Benetton liðsins. Montoya og Ralf Schumacher keyra þá saman með Williams. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þessum strákum á eftir að ganga hjá Williams liðinu en Williams liðið er eitt þeirra liða sem náð hefur frábærum árangri í F1 sögunni.

Montoya hóf sinn ökuferil aðeins 6 ára og þá auðvitað í Kart, hóf sinn feril sem sagt ótrúlega ungur eins og M. Schumacher en hans hæfileikar voru uppgötvaðir þegar hann var 4 ára í Kart. (Foreldrar Schumacer eiga og reka Kart braut í Þýskalandi, endilega prufið þá braut ef þið eigið leið um Þýskaland).

Aðeins um feril Montoya: Hann er tilraunaökumaður f. Williams og keyrði F1 bíl í fyrsta sinn 1 des 1997 og hefur lagt alls 8000 F1 Km að baki. Topparnir hans hingað til er að hann sigraði í F3000 eitt keppnistímabil, byrjaði að keppa í US-Cart seríuna í fyrra og sigraði þá seríu og er yngsti sigurvegari þeirrar keppni frá upphafi. En….. þar með er alls ekki sagt að hann verði sjálfkrafa F1 snillingur því það er misjafnt hvernig US-Cart meisturunum hefur gengið í F1. Villeneuve gekk vel, kom úr þeirri seríu yfir í F1 og náði heimsmeistaratitlinum strax á sínu öðru keppnistímabili F1 . En Alex Zanardi sem kom einnig úr US-Chart gekk mjög illa með Williams í F1 og var rekinn eftir aðeins eitt keppnistímabil þrátt f. að samningur hans væri ekki útrunninn.

Og nú smá lexika um aðalmuninn á US-Chart og F1 bílunum, US-Cart þola meira (keyra með dekk sem þola meira og byggingin eða hvað sem það heitir er mun stabílli) og því er keyrt miklu aggressívar á CART bílunum, þeir fljúga ekki við minnstu árekstra út af brautinni. Þessu þurfa Cart strákarnir að venjast með F1 bílana.