Schumi ekki með í USA? Samkvæmt ítalska íþróttafréttablaðið Gazzetta dello M. Schumacher hafi fengið leyfi Ferrari liðsins um að keppa ekki á síðustu tveim mótum ársins.

Jean Todt sagði í viðtali við blaðið að hann hefði boðið Schumacher að keppa ekki á Ítalíu en hann vildi það samt. Schumi náði ekki fullri einbeitingu alla helgina, sem er eflaust aðal ástæða þess að Barrichello náði betri árangri en hann í bæði tímatökum og keppni.

Bernie Ecclestone er búinn að vara Schumacher við að ef hann mæti ekki í USA gæti hann misst stig í heimsmeistarakeppninni.

Ralf er einnig búinn að gefa það út að hann sé á móti því að keppa í USA, orðaði það þannig að það væri “lélegur brandari” að fara þangað. Hann mætir nú samt líklegast til keppni þar eftir 2 vikur.