Juan Pablo Montoya, fer senn að kveðja Formúlu 1 Það hlaut að koma að þessu fyrr eða síðar, nú hefur McLaren ökuþórinn Juan Pablo Montoya gefið upp framtíð sína og mun hann hverfa af braut Formúlu 1 í lok yfirstandandi keppnistímabils. Ég veit ekki hvort ég á að segja í tilefni af því eða hvað þá ætla ég að skrifa smá um kappann, svona það sem ég man eftir honum úr keppnum.

Þessi kappi kom okkur Formúlu 1 áhugamönnum (konur eru líka menn) fyrst fyrir sjónir árið 2001. Hann kom nýr inn í lið Frank Williams og sannaði sig heldur betur á fyrsta ári. Menn gerður reyndar alltof miklar væntingar til hans eftir þetta fyrsta tímabil hans því menn héldu einfaldlega að þessi grimmi Kólumbíu maður myndi slátra meistara meistaranna Michael Schumacher.

Ég ætla að byrja á að skrifa um tja hvað skal segja eina merkustu Formúlu 1 keppni sem ég tel að hann hafi átt. Nú spyrjið ykkur hvaða keppni ætli hann sé að meina? Ég er að sjálfsögðu að meina Brasilíu kappaksturinn 2001! Nú spyrjið þið ykkur aftur, hvað í fjandanum var merkilegt við þennan kappakstur? Það sem er svona merkilegt við þennan kappakstur er kannski bara það að þetta var þriðji kappaksturinn árið 2001 og þar með þriðja keppnin sem okkar maður Montoya tók þátt í.
Stuttu eftir að kappaksturinn hófst komst Montoya í færi við þáverandi meistara M. Schumacher og gerði strax stórglæsilega atlögu að honum sem endaði með því að sá fyrr nefndi komst framúr meistaranum og leiddi þar með keppnina. Vel að merkja, þetta var þriðja keppnin hans. Þetta er raunar það eina sem gerðist merkileg í keppninni en Montoya stimplaði sig rækilega inn þarna en því miður voru heilladísirnar ekki lengi með honum því hann var keyrður úr keppni við að hringa Arrows bíl.

Ég ætla ekki að fara svona nákvæmlega í gegnum allan Formúlu 1 feril Montoya, nei heldur betur ekki en ég ætla núna aðeins að telja upp tölurnar um hann til dagsins í dag!

Montoya vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á Monza brautinni á Ítalíu árið 2001. Kallinn er orðiðn þrítugur og hefur að baki 7 sigra og 13 ráspóla. Hann mun væntanlega ná 100 mótum í Formúlu 1 og telst það bara fínn árangur. Maðurinn hefur keppt hjá tveim liðum en þau eru Williams (2001-2004) og svo McLaren (2005-2006).

Ég veit ekki hvort ég á að hafa þetta mikið lengra en ég get sagt eitt, við munum öll sakna Montoya þegar hann yfirgefur okkur!