Er Indianapolis kappaksturinn í USA stór hættulegur? Eins og í síðustu grein minni legg ég fram spurningu í byrjun, en nú spyr ég mig að því hvor ný afstaðinn kappakstur í USA sé hættulegur eða hvort þetta sé bara eitthvað sem tilheyrir og ætti ekki að breyta.

Af hverju er ég að spá í það hvort þessi kappakstur er hættulegur, jú málið er að undan farinn ár hafa alltaf komið upp slys þó með þeirri undantekningu í fyrra en þá þorði bróður partur keppenda ekki að leggja af stað upp í kappaksturinn.
Strax í byrjun ætla ég að segja það að ég ætla ekki að fara að deila um atvikið frá því í fyrra þegar aðeins 6 bílar hófu keppni. Ég ætla einungis að fjalla um hættur og slys sem hafa komið upp í þessari keppni.

Það er ekki vona að maður fari að spá í þessu eftir stóran hópárekstur í upphafi síðustu keppni sem kostaði það að aðeins 9 bílar óku yfir endamarkslínuna. Hvað gerðist síðast? Það sem gerðist voru þrjú aðskilin slys. Fyrsta sást ekki vel í mynd svo ég get ekki alveg talaði upp ástæður þess að það gerðist, en þar ók e-h ökuþór inn í hlið á öðrum bíl og tók þar með nokkra út. Þegar hópurinn fór lengra inn í fyrstu beygju hemluðu allir rétt nema J.P.Montoya hann var aðeins of seinn sem kostaði það að hann fór aftan á liðsfélaga sinn og í hliðina á Button sem rakst svo í Heidfeld með þeim afleiðingum að síðarnefndi flaug margar veltur út úr brautinni.

Til þess að rekja þessi atvik sem ég hafði í huga í réttri röð ætla ég hér með næst að fjalla smá um USA keppnina 2005 sem eflaust verður í hugum manna lengi. Hún hefur skipað sér í sess með keppnum á borð við Spán 2001 þegar bíll Mika Häkkinen bilaði þegar hálfur hringur var eftir, þótt það sé allt önnur saga sem ekki verður sögð hér.
Helgin 2005 hófst eins og allar helgar þ.e. með föstudagsæfingum. Strax á þeim æfingum gaf aftur dekk frá Michelin sig. Þetta gerðist nokkuð oft á æfingum þessa helgi, tímatakan slapp ágætlega en J.Trulli á Michelin bíl náði ráspól. Margir muna að bannað var að skipta um dekk í keppnum ársins í fyrra, kom þetta sér einkar illa þarna þar sem dekkin sem Michelin hafi mætt með til leiks þoldu ekkert álag sem brautin gerði. Eftir 24 klst. Viðræður milli keppnisliða, móthaldara og FIA sáu Michelin liðins sér ekki annan kost á borði en að draga lið sín úr keppni. Þannig fór um sjóferð þá…

Það hafa ekki bara orðið slys núna í síðustu tveim keppnum í USA, nei alls ekki svo. Því þarna árið 2003 lenti Ralf Schumacher í hörðum árekstri sem kostaði hann margar keppnir í veikindum. Eins og árið á eftir voru það dekk sem ollu þessu hjá honum, hann var að koma á fullri ferð í gegnum loka beygjuna inn á langa beinakaflann þegar aftur dekk gefur sig hjá honum með þeim afleiðingum að hann hring snýst á brautinni og kastast á vegg og hlaut þungt högg og mikilla bakverki og brákaði að mig minnir bein í bakinu. Hann var ekki eini ökuþórinn sem flaug út úr brautinni því núverandi heimsmeistari Fernando Alonso flaug einnig útaf í lok beinakaflans (ráskaflans) eftir að dekk sprakk hjá honum.

Nú ætla ég ekki að fara að grafa upp fleiri atvik sem hafa gerst á þessari braut en ef minni svíkur mig ekki þá voru þau eitthvað fleiri en þetta. Þetta er það sem hefur gerst þarna síðustu ár. Núna ætla ég hins vegar að snúa mér að mínum pælingum og sleppa staðreynda upptalningu.

Ég tel þetta vera braut sem ekki henti Formúlu 1 kappakstri, vissulega bíður þessi braut upp á spennu og góða keppni allavega svona á góðum degi. En er áhættan ekki bara of mikil fyrir ökumenn? Eigum við að þurfa að sjá annað „Senna slys“? Nei ég held að við viljum brautir sem eru krefjandi fyrir ökumenn og bjóða jafnframt upp á litla hættu og mikla spennu. Dæmi um braut sem er þannig er SPA í Belgíu en ekki er hún inn á dagatalinu þetta árið. Brautir þurfa ekki að vera með sögu, að minnstakosti ekki allar. Mér finnst Formúlan eigi að velja sér brautir sem henta þeim betur heldur en að vera að spá í söguna og auglýsingar.
Hvað hefði gerst ef Ralf Schumacher hefði látið lífið þarna um árið? Það hefði allt farið út í æsing um lélega braut en þetta þagnaði af því að hann slapp en ég tel þetta ekki vera Formúlu 1 braut, þetta er meira fyrri bandarískar kappaksturs greinar sem byggjast upp á svona brautum.

Nú ætla ég að láta þessum skrifum lokið og kannski ég þakki ykkur sem nenntuð að lesa greinina í heild sinni og hinum sem lesið bara byrjun og enda fyrir að nenna því þó.

Wikinger über alles..

Mynd: Slysið hjá Ralf Schumacher 2003.