Þessi spurning um hvort verið sé að skemma Formúlu 1 hefur leitað á mig æ oftar, sérstaklega núna undan farið. Maður fer á netið og les allskonar fréttir hér og þar um Formúlu 1, það er kannski ekki merkilegt en maður finnur inn á milli fréttir sem vekja þessa spurningu upp aftur og aftur. Ég ætla að velta þessu fyrir mér núna aðeins, bæði hvað vekur upp svona spurningar og af hverju þeir hlutir sem vekja þær upp séu að skemma Formúlu 1 sirkusinn.

Það var núna síðast í gær sem ég las frétt á vef Morgunblaðsins sem vakti upp þessa spurningu og jafnframt gremju mína. Fréttin „Bridgestone vinnur dekkjavalið og Microsoft smíðar rafeindastýringar“ (Sjá frétt hér) var ég yfir mig bit á því að Formúla 1 skuli vera að stefna beint í átt að þessum minni mótaröðum sem þeir hafa haft höfuð og herðar yfir. Nú eru margir að spá, hvað er hann að væla yfir þessu? Jú, það er þannig að með þessu áframhaldi verður stöðnun í Formúlu 1, þróun verður ekki eins hröð né mikil. Það dregst vissulega mikið saman með bílaframleiðendum en er þetta það sem við viljum sá? Alla á eins bíl? Þegar það er orðið þannig getum við allt eins snúið okkur að því að horfa á Viktor „okkar“ Jensen sem keppir eins og margir vita í Palmer Audi mótaröðinni.

Stöðnun í Formúlu 1 væri hennar bana biti, að minnsta kosti tel ég það. Hvað ætlum við að gera þegar bílinn er hættur að skipta máli? Fyllist þá ekki sportið af fátækum liðum sem ekki hafa ráð á góðum ökuþórum? Fáum við ekki marga Alex Yoong sem eflaust einhverjir muna eftir. Værum við til í að horfa á 22 alveg eins og grútmáttlausa bíla aka um brautina? Nei!

Ég ætla ekki að fara að telja upp allar þær fréttir og atvik sem hafa komið þessari skoðun upp hjá mér. En ég ætla að ljúka þessu með þeim orðum að segja að við viljum ekki stöðnun, við viljum samkeppni bæði ökuþóra og keppnisliða!

Wikinger über alles..