Hér eru nokkrir punktar um F1 í USA sem er gaman að þekkja þegar við setjumst fyrir framan skjáinn á sunnudaginn.

Formúlukeppnir í USA voru fastir liðir í rúm 30 ár, frá 1959 og 1991. Á þessum árum var amk keppt 1 x á hverju F1 keppnistímabili og kom fyrir að keppt var tvisvar og jafnvel þrisvar !!

Seinast var keppt 1991, í Phönix. Ástæðan f. að Indy brautin varð f. valinu núna er að sú braut er gríðarlega vinsæl í USA og þá er líklegra að F1 falli í kramið hjá Könunum og það skipti öllu máli ef á að halda F1 keppnir í framtíðinni í USA.

43 sinnum hefur verið keppt á bandarískri grund og keppt hefur verið á 8 brautum en það getur ekkert annað land í heiminum státað af. Keppt hefur verið á brautunum: Watkins Glen (20 keppnir), Long Beach(8), Detroit(7),Phönix(3),Las Vegas(2),Dallas(1),Riverside(1),Sebring (1).

Sá bílstjóri sem hefur unnið flestar keppnir í USA er Brasílíumaðurinn Senna en hann vann fimm sinnum: tvisvar mað Lotus (86,87 Detroit), þrisvar á McLaren (88 Detroit,90,91 Phönix).

Ef við skoðum liðin þá hefur Lotus liðið unnið flesta sigra, eða 11, McLaren 9 sigrar (en Lotus kepptu oftar eða 7 sinnum oftar), Ferrari státar af 6 sigrum og Williams af 5 sigrum.

Ekki er hægt að skrifa punkta um USA keppnirnar nema að minnast aðeins á eina efirminnilegustu keppni í F1 sögunni en það var keppnin í Long Beach 1983. Þá voru McLaren ökuþórarnir Watson og Niki Lauda eftir algerlega misheppnaða tímatöku í 22 og 23 sæti í startinu. Alls kepptu 26 bílstjórar. En eftir rosalega keppni tókst þeim félögunum að ná fyrstu tveim sætunum.