Kanadamaðurinn Villeneuve og F1 heimsmeistari 1997 er eini núverandi F1 bílstjórinn sem hefur keyrt á Indy sporöskjubrautinni en hluti af henni verður notuð á sunnudaginn. Hann segir ansi rogginn í viðtali að þegar hann flaug yfir F1 brautina við komu til Indianapolis hafi hann ekki getað séð neitt sem þarf að hræðast og skilur ekkert í öllu þessu fjaðrafoki.
Jafnframt segir hann að það hefði verið frábært að keppa á “orginal” brautinni, þ.e. á sporöskjunni en það væri allt of hættulegt fyrir F1 bílana. F1 bílarnir eru ekki hannaðir fyrir keppnir eins og ChampCars bílarnir sem eru notaðir í Indy-500 mílurnar. Villeneuve segir að þar sem F1 bílarnir séu 200 kg léttari en hinir þá efist hann um að þeir standist eins vel þegar að slys verða og bílarnir skelli á 350 km hraða á varnarveggina !!