Jean Todt, aðalstjórnandi Ferrariliðsins, gefur til kynna að Michael Schumacher muni endurnýja samninga sína við Ferrari, sem renna út árið 2002, og keppa fyrir liðið lengur, að því er fram kemur í þýska blaðinu Welt am Sonntag.

Schumacher hefur ekið fyrir Ferrari frá ársbyrjun 1996 og unnið 22 mót á þeim tíma.

„Michael finnst hann vera sem heima hjá sér hjá Ferrari, ekki vegna keppnissigranna heldur vegna þess að honum líður hér vel,“ segir Todt. „Þess vegna vill Ferrari framlengja samninginn við Michael langt fram yfir 2002,” bætir hann við.