Mikið gekk á í formúlunni... Þá er keppnin í Spa lokin, en ekki er hægt að segja að hún hafi verið óspennandi þrátt fyrir að búið sé að krýna heimsmeistarann! Síðustu sekúntúr tímatökunnar voru æsispennandi, en M. Shumacher hafði forystunna og allt bennti til að hann ætti ráspólinn. En brauntin hafði verið mjög blaut og alltaf var spursmál hvenær hún yrði nóu þurr fyrir betri tíma. Það gerðist svo í lokin þegar Montoya bætti tíma Schmachers um ca. 2 sek, en í sömu svipan kom Ralf sem bætti um betur og komst í fyrsta sætið. Montoya hélt hinsvegar áfram á fljúgandi hring og bætti tíma Ralf um 3 sekúntur!!! Og þar með lauk tímatökunni.

Keppnin sjálf byrjaði hins vegar ekki vel þar sem einn ökumannanna drap á bílnum rétt fyrir ræsingu og þurfti því að stöðva ræsinguna. Montoya stressaðist eitthvað við þetta því hann drap svo á bílnum sínum fyrir upphitunarhringinn og þurfti að ræsa aftastur - næstur til var það Ralf sem drap á sínum bíl og þurfti líka að ræsa aftastur! M. Schumacher tók því pólinn eftir allt saman, og tók strax afgerandi forystu. Þá vildi til slys á 4 hring(að mig minnir) þar sem Burti og Irvine skullu saman með þeim afleiðingum að Burti þaut á um 270 km hraða á dekkjarvegg og grófst gjörsamlega inn í hann. Mikið var óttast um hann og óttuðust flestir hið versta. Öryggisbíllinn var kallaður út og á endanum var keppnin stöðvuð. Eftir dálitla bið og mikið umstang var endurræst á ný. Fregnir bárust af því að Burti væri á lífi og minnkaði það áhyggjur ökumanna og áhorfanda til muna. Öllum að óvörum tókst G. Fisichella að stinga sér í 2. sætið og hélt aftur af Coulthard í þó nokkurn tíma, og var mjög gaman að fylgjast með því. Þó fór það svo að Coulthard náði 2. sætinu. Einnig var hörð barátta milli Alesi, Barrichello og Ralf um stigasætið. Barrichello náði að lokum að komast fram úr Alesi.

Leikar fóru sem sagt þannig:
1. M. Schumacher (yfirburðarsigur, eins og venjulega ;) )10 stig
2. D. Coulthard 6 stig
3. G. Fisichella 4 stig
4. M. Hakkinen 3 stig
5. R. Barrichello 2 stig
6. J. Alesi 1 stig
- www.dobermann.name -