Var Schumacher sekur eða saklaus? Ég hef ákveðið að velta þessu fyrir mér með staðreyndum málsins og minni skoðun. Var Schumacher dæmdur saklaus eða sekur, að þessu hafa margir eflaust spurt sig og allir hafa fengið út mismundandi svör.
Sumir hafa eflaust sagt strax að hann væri sekur því það hentaði þeim betur þ.e. liðinu þeirra og aðrir eða þá einna helst Ferrari menn og konur hafa sagt að hann væri blá saklaus. En er hann ekki bara þarna mitt á milli?

Byrjum núna á að skoða þetta atvik betur út frá rökum dómara því þeir hafa jú mun fleiri gögn en við.

Tekið af mbl.is:
Dómararnir - Tony Scott Andrews, Joaquin Verdegay og Christian Calmes - segja að á örlagahringnum hafi Schumacher sett besta tíma dagsins á fyrsta tímatökusvæði. Hann hafi hægt ferðina á því næsta og ekið inn að 18. beygju á svipuðum hraða og fyrri hröðu hringjunum. Þar hafi hann bremsað af þvílíku afli að framdekkin hafi læstast. Við að ná aftur valdi á bílnum hafi hann drepið á mótornum.

„Eftir samanburð á öllum viðeigandi gögnum finna dómararnir enga réttlætanlega ástæðu fyrir ökuþórinn að bremsa með svo óviðeigandi, of miklu og óvenjulegu afli á þessum stað í brautinni. Þeir eiga því engan annan kost en að komast að þeirri niðurstöðu að ökuþórinn hafi af ásettu ráði stöðvað bíl sinn á brautinni á lokamínútum tímatökunnar, þegar hann hafði sett hraðasta tímann,“ sagði í yfirlýsingu dómaranna

Þeir sögðu Schumacher hafa brotið gegn íþrótta- og keppnisreglum formúlunnar. Því hafi þeir strikað árangur hans út og afleiðing þess væri sú að hann yrði að hefja kappaksturinn á morgun aftastur. Refsingunni beittu dómararnir á grundvelli 112. greinar íþróttareglana en samkvæmt því gæti Ferrari ekki áfrýjað niðurstöðu þeirra.
Þarna segja dómararnir að þeir hafi borið saman tíma, hraða og bremsun á þessum stað bæði frá Schumacher sjálfum og öðrum, en var það rétt að dæma út frá því? Væri ekki bara mistökin sem hefðu gert muninn á þeim kafla?
Eins og ég skil þetta hjá dómurunum þá telja þeir (og þeirra mat er rétt er það ekki?) að Schumacher hafi af yfirlögðu ráði bremsað mjög harkalega fyrir þessa beygju til þess að geta læst framhjólunum og þar með getað tekið beygjuna á svona undarlegan hátt og endað með því að stoppa rétt við vegriðið þannig að nær ómögulegt hafi verið fyrir hann að komast í burtu án þess að stofna öllu í voða með því að bakka.
Þessi kafli brautarinnar er einn sá hægasti og því mjög vandasamt verk að aka þarna í gegn. Allt sem dómarar höfðu og hafa úrskurðað bendir á sekt Schumacher og því verður ekki breytt.

Núna ætla ég að koma með mína skoðun á málinu og segja það sem ég held að hafi gerst þarna. Ég segi að þetta hafi verið 50/50 atvik, helming mistök og helming viljandi, ég tel að Schumacher hafi gleymt sér eitt augnablik þarna og snar hemlað niður og læst dekkjunum við það tekur hann þá skyndi ákvörðun að aka bara út í kant í stað þess að leggja fullt á stýrið og koma sér beint inn í skúr. Þetta gerir hann jú vitandi það að hann myndi tefja alla aðra í brautinni svo hann héldi pólnum en þetta var ekki áætlað verk hjá karl greyinu.
Þegar ég lít á þessa refsingu sem hann fékk held ég einfaldlega að hún hafi ekki átt að vera svona ströng, ég er meira að segja búinn að finna nokkuð góða lausn á þessu og það er að bjóða öllum þessum 10 ökuþórum fyrir utan Schumacher að aka 2 fljúgandi hringi á sunnudagsmorgninum og láta þá hringi hífa þá upp til að sjá hvort að þeir hefðu getað tekið pólinn af Schumacher, en þetta er jú bara mín hugmynd og gegni aldrei eða það held ég ekki.

Þetta stutta ágrip verður ekki lengra hjá mér núna, en endilega komið með ykkar pælingar og skoðanir á þessu máli. Ég ætla samt að biðja ykkur strax að ef þið hafið ekkert nema leiðindi fram að færa í garð mín (höfundar), FIA, Schuma eða einhvers annars sem tengist þessu máli og/eða grein þá skuluð þið betur halda að ykkur höndum og skrifa ekkert. Látið annars flóðgáttir opnast og fáið útrás fyrir ykkar formúlu 1 skoðanir og tilfinningar!