Schumacher kom 1996 til Ferrari eftir að hafa unnið tvo heimsmeistaratitla fyrir Benetton. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið heimsmeistaratitil með Ferrari er hann sá ökumaður sem hefur sigrað flestar keppnir f. Ferrari eða 22 keppnar, algjört met hjá Ferrari. Hann er á samningi hjá Ítölunum til ársloka 2002 og nú þegar er auðvitað mikið pælt í því hvað hann mun gera þegar hann hættir. Talið er að hann verði áfram hjá Ferrari, annað hvort sem ökumaður eða jafnvel liðstjóri. Schumacer segir sjálfur að sér líði eins vel og heima hjá sér hjá þessu ítalska liði og í nýlegu viðtali segir hann að hafi í hyggju að keyra í F1 fram að fertugu.
Aldeilis gleðifrétt fyrir Schumacher aðdáendur þar sem hann er núna aðeins 31 árs !!!